Gjaldtaka fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifaði grein í Fréttablaðið 14. júlí þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum [1]. Tilefnið var að það á að rukka fyrir bílastæði í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í greininni komu fram þessi ummæli: „Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar.“ Í þessu er ég ekki sammála Ögmundi. Gjald fyrir bílastæði er auðvitað ekki skattur heldur gjald fyrir afnot af veittri þjónustu. Upphæð gjalds fyrir bílastæði er auk þess það lágt að það er klink fyrir bílstjórann þótt hann sé efnalítill því útgerð bílsins að öðru leyti er svo miklu dýrari en stæðið. Ef ein milljón ferðamanna kemur til Þingvalla árlega eins og stefnir í, gefur augaleið að það þarf að byggja bílastæði. Ef við myndum ekki gera það myndi umhverfi Þingvalla eyðileggjast. Það þarf því að byggja bílastæði og þau þarf meira að segja að útbúa sérstaklega vel vegna mengunarhættu af olíu og afrennsli sem getur mengað og skaðað Þingvallavatn. Hver á að borga fyrir þau bílastæði? Á almenningur að nota skattana sína til að niðurgreiða straum ferðamanna til Þingvalla með ókeypis bílastæðum? Nei segi ég. Ferðamennirnir sem streyma á Þingvöll og aðra fjölsótta ferðamannastaði eiga auðvitað að borga fyrir sig sjálfir.Finnst eðlilegt að borga Mun Ísland hrekja ferðamenn frá sér ef tekið verður gjald fyrir bílastæði á fjölsóttum ferðamannastöðum? Það held ég ekki. Ferðamenn eru vanir að borga nánast raunverð fyrir bílastæði í sínum heimalöndum. Þeim finnst einfaldlega eðlilegt að borga fyrir veitta þjónustu hvort sem það eru bílastæði eða pulsur. Það eru fæst vestræn lönd með frí bílastæði eins og tíðkast hér á landi. Þetta sjá Íslendingar líka sem ferðamenn í útlöndum. Til dæmis var frítt í bílastæðin við Dettifoss síðast þegar ég var þar. Þar var búið að byggja nýtt bílastæði sem var fullt af bílum og rútum og mörg hundruð ferðamenn að skoða fossinn. Partíið var í boði íslenskra skattgreiðenda. Í sumar fór ég síðan til Frakklands og heimsótti ferðamannastaðinn Mont St Michel klaustrið á Bretagne-skaga, sem stendur á lítilli eyju [2]. Þar koma um þrjár milljónir ferðamanna á ári og nota nýtt stórt bílastæði. Frakkar voru þó ekki að senda reikninginn fyrir þessa þjónustu við ferðamenn á sína skattgreiðendur. Bílastæði fyrir fólksbíl kostaði 900 kr. fyrir tvo tíma og 1.800 kr. fyrir 24 tíma en innifalin var strætóferð út í eyna. Síðan var auðvitað hærra verð fyrir rútur. Það er engin goðgá að láta ferðamenn greiða fyrir bílastæðið sitt á Íslandi frekar en í öðrum löndum. Látum ferðamenn standa undir þessum kostnaði á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það gerir okkur kleift að nýta takmarkað fjármagn úr ríkissjóði fyrir þá staði þar sem ferðamenn eru færri og gjaldtaka fyrir bílastæði er óraunhæf af ýmsum ástæðum. [1] http://ogmundur.is/annad/nr/7579/ [2] http://www.bienvenueaumontsaintmichel.com/en
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar