Gerum betur í samgöngumálum Helgi Kjartansson skrifar 17. desember 2015 07:00 Mannanna verk standa ekki öll um aldur og ævi. Sum endast vel og lengi og skila hlutverki sínu eins og til var ætlast en önnur þarfnast viðhalds og lagfæringar fljótlega eftir að þau eru tekin í gagnið. Allt fer það eftir því hvernig staðið var að framkvæmdum í upphafi og hvaða hlutverki verkið átti að þjóna þegar það var undirbúið. Margt getur breyst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á endingu. Á sínum tíma var vegakerfið í Uppsveitum Árnessýslu hannað og byggt upp til að þjóna íbúum, frístundabyggðinni og þeim ferðamönnum sem þá lögðu leið sína um sveitirnar. En á síðustu árum hefur álag á kerfið margfaldast vegna aukins fjölda ferðamanna um svæðið. Það gefur augaleið að eitthvað gefur þá eftir. Vegakerfið á þessu svæði þarf að bera um 80-90% af umferð þeirra erlendu ferðamanna sem leggja leið sína til landsins. Á þessu ári má því gera ráð fyrir að a.m.k. 800.000-900.000 erlendir ferðamenn fari um þessa vegi til viðbótar við íbúa og innlendu ferðamennina sem gætu verið um 200.000. Þegar fjöldi erlendra ferðamanna verður komin upp í 2 milljónir eftir nokkur ár, eins og spár gera ráð fyrir, og sama hlutfall leggur leið sína í Uppsveitirnar, má gera ráð fyrir að 1,6-1,8 milljónir erlendra ferðamanna fari um vegina það árið. Helstu náttúruperlur og vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Bláskógabyggð og þar af leiðandi er þar eitt landsins mesta álag á vegi. Þingvallavegur, Biskupstungnabraut, Laugarvatnsvegur, Reykjavegur, Kjalvegur, vegurinn um Eystri Tunguna og vegurinn frá Brúarhlöðum að Biskupstungnabraut eru vegir í Bláskógabyggð sem þarfnast gífurlega viðhalds. Það er ekki hægt að bíða lengur með að byggja þá upp og búa þannig um hnútana að þeir beri alla þá umferð sem um þá fer dags daglega. Samkvæmt úttekt sem viðurkenndir aðilar hafa gert er hluti af þessum vegum sem að ofan eru taldir meðal hættulegustu vega á landinu ef horft er til tíðni umferðaslysa.Mikilvægt að dreifa álaginu Það er gríðar mikilvægt að hægt verði að dreifa álagi á þessa vegi sem mest um aðrar leiðir. Dæmi um slíka leið er Reykjavegur (355), sem liggur á milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Reykjavegurinn hefur verið á samgönguáætlun í mörg ár en alltaf þegar á að fara í framkvæmdir hefur verkinu verið frestað og hafa ýmsar ástæður verið nefndar í gegnum tíðina. Reykjavegurinn skiptir miklu máli fyrir okkur íbúa í sameinuðu sveitarfélagi þar sem hann tengir saman þéttbýlisstaðina Laugarvatn og Reykholt. Vegurinn er hættulegur á köflum og um hann fer mikil umferð. Til stóð að bjóða Reykjaveginn út í haust og hefja framkvæmdir árið 2016. En samkvæmt nýjum fjárlögum er framkvæmdum enn frestað um óákveðinn tíma þar sem Vegagerðin fær ekki nægilegt fjármagn til að getað farið í þessa nauðsynlegu framkvæmd. Slysum á þjóðvegum landsins fjölgar, margar ástæður eru þar að baki, m.a. viðhald vega. Í Bláskógabyggð er ástand sumra vega þannig að slysahætta er veruleg. Vegaxlir eru víða farnar að gefa sig, vegir eru slitnir og regnvatn safnast í polla og rásir með þeirri hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Mikil umferð langferðabíla fer eftir öllum þessum vegum og margir telja að þess sé ekki langt að bíða að stórt rútuslys verði. Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Ekki viljum við að sú staða komi upp. Ríkisvaldið þarf nauðsynlega að setja meira fjármagn í samgöngumál, það þarf að gera þarf meira og betur en gert er ráð fyrir í næstu fjárlögum. Ég trúi ekki öðru en að samstaða sé um það mál því það er mikið í húfi að strax sé farið í að byggja vegakerfið upp áður en ferðamönnum fjölgar eins og spár gera ráð fyrir. Það hefur aldrei þótt gott að láta taka sig í bólinu eins og ráðherra ferðamála hefur bent á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Mannanna verk standa ekki öll um aldur og ævi. Sum endast vel og lengi og skila hlutverki sínu eins og til var ætlast en önnur þarfnast viðhalds og lagfæringar fljótlega eftir að þau eru tekin í gagnið. Allt fer það eftir því hvernig staðið var að framkvæmdum í upphafi og hvaða hlutverki verkið átti að þjóna þegar það var undirbúið. Margt getur breyst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á endingu. Á sínum tíma var vegakerfið í Uppsveitum Árnessýslu hannað og byggt upp til að þjóna íbúum, frístundabyggðinni og þeim ferðamönnum sem þá lögðu leið sína um sveitirnar. En á síðustu árum hefur álag á kerfið margfaldast vegna aukins fjölda ferðamanna um svæðið. Það gefur augaleið að eitthvað gefur þá eftir. Vegakerfið á þessu svæði þarf að bera um 80-90% af umferð þeirra erlendu ferðamanna sem leggja leið sína til landsins. Á þessu ári má því gera ráð fyrir að a.m.k. 800.000-900.000 erlendir ferðamenn fari um þessa vegi til viðbótar við íbúa og innlendu ferðamennina sem gætu verið um 200.000. Þegar fjöldi erlendra ferðamanna verður komin upp í 2 milljónir eftir nokkur ár, eins og spár gera ráð fyrir, og sama hlutfall leggur leið sína í Uppsveitirnar, má gera ráð fyrir að 1,6-1,8 milljónir erlendra ferðamanna fari um vegina það árið. Helstu náttúruperlur og vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Bláskógabyggð og þar af leiðandi er þar eitt landsins mesta álag á vegi. Þingvallavegur, Biskupstungnabraut, Laugarvatnsvegur, Reykjavegur, Kjalvegur, vegurinn um Eystri Tunguna og vegurinn frá Brúarhlöðum að Biskupstungnabraut eru vegir í Bláskógabyggð sem þarfnast gífurlega viðhalds. Það er ekki hægt að bíða lengur með að byggja þá upp og búa þannig um hnútana að þeir beri alla þá umferð sem um þá fer dags daglega. Samkvæmt úttekt sem viðurkenndir aðilar hafa gert er hluti af þessum vegum sem að ofan eru taldir meðal hættulegustu vega á landinu ef horft er til tíðni umferðaslysa.Mikilvægt að dreifa álaginu Það er gríðar mikilvægt að hægt verði að dreifa álagi á þessa vegi sem mest um aðrar leiðir. Dæmi um slíka leið er Reykjavegur (355), sem liggur á milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Reykjavegurinn hefur verið á samgönguáætlun í mörg ár en alltaf þegar á að fara í framkvæmdir hefur verkinu verið frestað og hafa ýmsar ástæður verið nefndar í gegnum tíðina. Reykjavegurinn skiptir miklu máli fyrir okkur íbúa í sameinuðu sveitarfélagi þar sem hann tengir saman þéttbýlisstaðina Laugarvatn og Reykholt. Vegurinn er hættulegur á köflum og um hann fer mikil umferð. Til stóð að bjóða Reykjaveginn út í haust og hefja framkvæmdir árið 2016. En samkvæmt nýjum fjárlögum er framkvæmdum enn frestað um óákveðinn tíma þar sem Vegagerðin fær ekki nægilegt fjármagn til að getað farið í þessa nauðsynlegu framkvæmd. Slysum á þjóðvegum landsins fjölgar, margar ástæður eru þar að baki, m.a. viðhald vega. Í Bláskógabyggð er ástand sumra vega þannig að slysahætta er veruleg. Vegaxlir eru víða farnar að gefa sig, vegir eru slitnir og regnvatn safnast í polla og rásir með þeirri hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Mikil umferð langferðabíla fer eftir öllum þessum vegum og margir telja að þess sé ekki langt að bíða að stórt rútuslys verði. Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Ekki viljum við að sú staða komi upp. Ríkisvaldið þarf nauðsynlega að setja meira fjármagn í samgöngumál, það þarf að gera þarf meira og betur en gert er ráð fyrir í næstu fjárlögum. Ég trúi ekki öðru en að samstaða sé um það mál því það er mikið í húfi að strax sé farið í að byggja vegakerfið upp áður en ferðamönnum fjölgar eins og spár gera ráð fyrir. Það hefur aldrei þótt gott að láta taka sig í bólinu eins og ráðherra ferðamála hefur bent á.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun