„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2015 11:17 Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. „Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn.
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26