Ekki lama RÚV Björg Eva Erlendsdóttir og Friðrik Rafnsson og Mörður Árnason skrifa 10. desember 2015 07:00 Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar