Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar 26. nóvember 2025 16:02 Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni. Sjúkraliðar eru burðarstoð í heilbrigðiskerfinu við umönnun og aðhlynningu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þeir eru sú heilbrigðisstétt sem ver hvað mestum tíma með sjúklingum. Í því felst að fylgjast með líðan sjúklinga, tryggja öryggi þeirra og sinna umönnun af næmni, nærgætni, alúð og fagmennsku en þar starfa súkraliðar og hjúkrunarfræðingar þétt saman.. Árangursrík og örugg heilbrigðisþjónusta veltur um margt á samstarfi þessara stétta. Dagur sjúkraliða er haldinn að frumkvæði European Council of Practical Nurses (EPN), sem eru Evrópusamtök sjúkraliða. Markmið þeirra er að efla samstarf sjúkraliða í Evrópu, styrkja faglega sjálfsmynd og þróun færni, vinna að sameiginlegum markmiðum um menntun og faglega staðla og vernda félagslega og faglega hagsmuni félagsmanna. Sjúkraliðafélag Íslands stendur nú fyrir átaki undir yfirskriftinni Vertu í liðinu og ég sem heilbrigðisráðherra vil gjarna vera með í því liði. Eins og Sandra B. Franks formaður félagsins segir í grein í tilefni dagsins, þá snýst átakið ekki um að hlaupa í skarðið fyrir kerfi í neyð, heldur að vera hluti af öflugu fagteymi sem byggir upp heilbrigðisþjónustu til framtíðar, með menntun, faglegri ábyrgð og áhrifum. Það er heilbrigðiskerfinu brýn nauðsyn að fjölga menntuðum sjúkraliðum, tryggja nýliðun í stéttinni og starfsumhverfi sem er áhugavert, hvetjandi og krefjandi þannig að sjúkraliðar haldist í starfi. Aðstæður sem gera sjúkraliðum kleift að nýta hæfileika sína, þekkingu og færni og þróast í starfi, - sem hluti af liðsheild, - sem burðarás í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir stórum áskorunum samfara margvíslegum lýðfræðilegum breytingum, öldrun þjóðar og aukinni sjúkdómsbyrði vegna ýmissa langvinnra sjúkdóma. Margvíslegar nýjungar tengdar velferðartækni, stafrænum lausnum, nýjum lyfjum og meðferðarmöguleikum hjálpa okkur að takast á við vaxandi verkefni. Eftir sem áður verður það þó alltaf mannauðurinn sem er grundvöllur heilbrigðiskerfisins. Þetta verða stjórnvöld, stjórnendur innan heilbrigðiskerfisins og einnig menntakerfið að taka mjög alvarlega og byggja inn í alla sína stefnumótun og framtíðarsýn til skemmri og lengri tíma. Haustið 2021 hófst við Háskólann á Akureyri fagnám sjúkraliða til diplómaprófs. Námið er tveggja ára fagnám á sviði öldrunar- og heimahjúkrunar og einnig á sviði samfélagsgeðhjúkrunar. Sjúkraliðar hafa tekið þessu námi fagnandi, aðsókn verið góð og í sumar útskrifaðist þriðji hópur sjúkraliða með diplóma frá háskólanum. Þetta er alls ekki sjálfsagt, því það krefst mikils að stunda krefjandi nám samhliða vinnu og margvíslegum öðrum skyldum daglegs lífs. Ásóknin í námið sýnir glöggt að sjúkraliðar vilja vaxa, þroskast og leggja enn meira af mörkum til heilbrigðisþjónustunnar. Þetta er öflugt fólk sem hefur mikið fram að færa og sem er mikil þörf fyrir til að gera heilbrigðiskerfið enn betra. Þetta þarf að viðurkenna, ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði þegar litið er til verkefna, starfsábyrgðar og launa. Það er meðal verkefna okkar til skemmri og lengri tíma. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni. Sjúkraliðar eru burðarstoð í heilbrigðiskerfinu við umönnun og aðhlynningu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun. Þeir eru sú heilbrigðisstétt sem ver hvað mestum tíma með sjúklingum. Í því felst að fylgjast með líðan sjúklinga, tryggja öryggi þeirra og sinna umönnun af næmni, nærgætni, alúð og fagmennsku en þar starfa súkraliðar og hjúkrunarfræðingar þétt saman.. Árangursrík og örugg heilbrigðisþjónusta veltur um margt á samstarfi þessara stétta. Dagur sjúkraliða er haldinn að frumkvæði European Council of Practical Nurses (EPN), sem eru Evrópusamtök sjúkraliða. Markmið þeirra er að efla samstarf sjúkraliða í Evrópu, styrkja faglega sjálfsmynd og þróun færni, vinna að sameiginlegum markmiðum um menntun og faglega staðla og vernda félagslega og faglega hagsmuni félagsmanna. Sjúkraliðafélag Íslands stendur nú fyrir átaki undir yfirskriftinni Vertu í liðinu og ég sem heilbrigðisráðherra vil gjarna vera með í því liði. Eins og Sandra B. Franks formaður félagsins segir í grein í tilefni dagsins, þá snýst átakið ekki um að hlaupa í skarðið fyrir kerfi í neyð, heldur að vera hluti af öflugu fagteymi sem byggir upp heilbrigðisþjónustu til framtíðar, með menntun, faglegri ábyrgð og áhrifum. Það er heilbrigðiskerfinu brýn nauðsyn að fjölga menntuðum sjúkraliðum, tryggja nýliðun í stéttinni og starfsumhverfi sem er áhugavert, hvetjandi og krefjandi þannig að sjúkraliðar haldist í starfi. Aðstæður sem gera sjúkraliðum kleift að nýta hæfileika sína, þekkingu og færni og þróast í starfi, - sem hluti af liðsheild, - sem burðarás í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir stórum áskorunum samfara margvíslegum lýðfræðilegum breytingum, öldrun þjóðar og aukinni sjúkdómsbyrði vegna ýmissa langvinnra sjúkdóma. Margvíslegar nýjungar tengdar velferðartækni, stafrænum lausnum, nýjum lyfjum og meðferðarmöguleikum hjálpa okkur að takast á við vaxandi verkefni. Eftir sem áður verður það þó alltaf mannauðurinn sem er grundvöllur heilbrigðiskerfisins. Þetta verða stjórnvöld, stjórnendur innan heilbrigðiskerfisins og einnig menntakerfið að taka mjög alvarlega og byggja inn í alla sína stefnumótun og framtíðarsýn til skemmri og lengri tíma. Haustið 2021 hófst við Háskólann á Akureyri fagnám sjúkraliða til diplómaprófs. Námið er tveggja ára fagnám á sviði öldrunar- og heimahjúkrunar og einnig á sviði samfélagsgeðhjúkrunar. Sjúkraliðar hafa tekið þessu námi fagnandi, aðsókn verið góð og í sumar útskrifaðist þriðji hópur sjúkraliða með diplóma frá háskólanum. Þetta er alls ekki sjálfsagt, því það krefst mikils að stunda krefjandi nám samhliða vinnu og margvíslegum öðrum skyldum daglegs lífs. Ásóknin í námið sýnir glöggt að sjúkraliðar vilja vaxa, þroskast og leggja enn meira af mörkum til heilbrigðisþjónustunnar. Þetta er öflugt fólk sem hefur mikið fram að færa og sem er mikil þörf fyrir til að gera heilbrigðiskerfið enn betra. Þetta þarf að viðurkenna, ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði þegar litið er til verkefna, starfsábyrgðar og launa. Það er meðal verkefna okkar til skemmri og lengri tíma. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar