Netflix greiddi alla skatta í Lúxemborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Stærsti viðskiptamannahópur Netflix er í Bretlandi og Bandaríkjunum. Netflix greiddi enga fyrirtækjaskatta í Bretlandi á síðasta ári, þrátt fyrir að áskrifendur í landinu séu 4,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Guardian. Fyrirtækið rukkar hvern áskrifanda að lágmarki um 5,99 (um 120 krónur) fyrir áskriftina að þjónustunni. Sunday Times telur að tekjur Netflix í Bretlandi hafi numið 200 milljónum punda (39 milljörðum króna) í Bretlandi á síðasta ári. Engar tekjur voru hins vegar bókfærðar í Bretlandi. Þetta er þó ekki talið brot á skattalögum. Nýjustu tölur fyrir Netflix International BV, sem staðsett var í Lúxemborg allt þar til í lok síðasta árs (en nú í Amsterdam), sýna að tekjurnar nema 415 milljónum punda (80 milljörðum króna) og hagnaðurinn er 11,3 milljónir (2 milljarðar króna). Stærstur hluti tekna er talinn koma frá breskum viðskiptavinum. Greiddur tekjuskattur í Lúxemborg var 573.396 pund (110 miljónir króna). Forsvarsmenn Netflix segja að fyrirtækið sé að stækka og tapi á alþjóðlegri starfsemi. Talsmaður segir að breskt dótturfélag Netflix sé með 12 starfsmenn í vinnu og muni greiða fyrirtækjaskatta á þessu ári. Reglum sé fylgt í hvívetna. Netflix Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Netflix greiddi enga fyrirtækjaskatta í Bretlandi á síðasta ári, þrátt fyrir að áskrifendur í landinu séu 4,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Guardian. Fyrirtækið rukkar hvern áskrifanda að lágmarki um 5,99 (um 120 krónur) fyrir áskriftina að þjónustunni. Sunday Times telur að tekjur Netflix í Bretlandi hafi numið 200 milljónum punda (39 milljörðum króna) í Bretlandi á síðasta ári. Engar tekjur voru hins vegar bókfærðar í Bretlandi. Þetta er þó ekki talið brot á skattalögum. Nýjustu tölur fyrir Netflix International BV, sem staðsett var í Lúxemborg allt þar til í lok síðasta árs (en nú í Amsterdam), sýna að tekjurnar nema 415 milljónum punda (80 milljörðum króna) og hagnaðurinn er 11,3 milljónir (2 milljarðar króna). Stærstur hluti tekna er talinn koma frá breskum viðskiptavinum. Greiddur tekjuskattur í Lúxemborg var 573.396 pund (110 miljónir króna). Forsvarsmenn Netflix segja að fyrirtækið sé að stækka og tapi á alþjóðlegri starfsemi. Talsmaður segir að breskt dótturfélag Netflix sé með 12 starfsmenn í vinnu og muni greiða fyrirtækjaskatta á þessu ári. Reglum sé fylgt í hvívetna.
Netflix Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent