Arsenal fékk flest stig á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 17:45 Gabriel, Mesut Özil og Theo Walcott fagna marki. Vísir/Getty Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27 Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27
Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira