Bessastaðabragur Sigurjón M. Egilsson skrifar 2. janúar 2015 06:15 Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Ísland best í heimi, eða því sem næst, var innihald nýársávarps Ólaf Ragnar Grímssonar forseta Íslands. Hann sló á gamlar en margnotaðar nótur í ávarpi sínu. Sagði okkur að bera okkur vel, ýmsir nafngreindir útlendingar hefðu komist að einu og öðru hreint ágætu um okkur Íslendinga. Og þess eigum við að njóta. Gera sem minnst úr gagnrýni. „Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð,“ sagði forseti Íslands. Þetta er gamalkunnugt stef. Stef sem hluti þjóðarinnar kann vel og hljómar undur vel í eyrum sumra, en kann að hljóma sem örgustu öfugmæli í eyrum annarra. Ekki síst vegna þess að hér býr fólk með afar ólíka stöðu, afkomu og öryggi. Aftur til ávarps forsetans: „Stundum þurfum við áminningar að utan til að sjá stöðu okkar í samhengi við aðra,“ sagði hann. Þetta er mikið rétt hjá forseta. Við höfum þurft áminningar utan frá til að sjá stöðu okkar. Gott er að muna slakan árangur menntakerfisins, þar sem við erum langtum síðri en flest nágrannalönd okkar, við ein nálægra þjóða þurfum að styðjast við verðtryggingu með hennar göllum, við búum við hærra matarverð en margar aðrar þjóðir, verri námslán en boðin eru annars staðar. Forsetinn talaði vissulega um fátækt. „Nú þegar vöxtur er í flestum greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífskjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á oddinn.“ Þetta eru óbreytt orð forseta Íslands frá því gær, 1. janúar, nýársdag. Daginn áður, 31. desember, sat hann ríkisráðsfund með ríkisstjórn Íslands. Það er vonandi að hann hafi sagt þetta líka á þeim fundi. Sama dag og forseti Íslands lét þessi orð falla í ávarpi til þjóðarinnar, kom vilji ríkisstjórnarinnar til framkvæmda, það er að stytta rétt atvinnulausra til bóta um hálft ár og hefur réttur þessa fólks ekki verið eins skammur í langan, langan tíma. Því fólki er vísað til sveitarfélaga eða á guð og gaddinn. Ekki er mikið gerandi með orð um annað og betra en þær staðreyndir sem blasa við okkur. Samt má ekki gera lítið úr fögrum orðum útlendinga um Ísland og Íslendinga, þau endurspegla fráleitt allt samfélagið. Forsetinn talaði ekki um biðlistana, ekki að margt af okkar hæfasta fólki flýr land, ekki um nýtilkomin aldursmörk til náms, ekki um meiri aðsókn til hjálparsamtaka, ekki um ömurlega umgengni um landið okkar í langan tíma og áfram og áfram er hægt að telja. Það var nánast raunalegt að hlusta á forseta Íslands í gær og eflaust hverri manneskju hollt að gera sem minnst með það sem hann sagði. Bessastaðablús gærdagsins var falskur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun