Bíó og sjónvarp

Vill dreifa í Norður-Kóreu

Kvikmyndin er vinsæl og umdeild.
Kvikmyndin er vinsæl og umdeild.
Kóreumaðurinn Park Sang-hak sem flúði Norður-Kóreu og starfar nú sem aðgerðasinni í Suður-Kóreu ætlar sér að senda 100.000 eintök af grínmyndinni The Interview til Norður-Kóreu með blöðrum.

Hann telur að myndin, sem fjallar um launmorð á leiðtoga Norður-Kóreu, gæti dregið úr persónudýrkuninni í kringum leiðtogann. Sang-hak tekur höndum saman með mannréttindasamtökunum Human Rights Foundation.

„Alræðisleiðtogastjórn Norður-Kóreu mun falla ef dýrkunin á leiðtoganum Kim molnar,“ segir Sang-hak en hann ætlar að senda eintök af myndinni með blöðrum á mynddiskum og USB-kubbum, með kóreskum texta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×