Heilbrigð skynsemi ráði Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun