Sjálfala bankakerfi hamlar uppbyggingu Skjóðan skrifar 21. janúar 2015 13:00 Vísir Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira