Vildu ekki hugmyndir Lucas um Star Wars 22. janúar 2015 13:00 Öllum hugmyndum Lucas varðandi nýju Star Wars-myndina var ýtt út af borðinu. Vísir/Getty Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira