Opið og lýðræðislegt samfélag fyrir alla Stjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 27. janúar 2015 07:00 Í dag, á Helfarardeginum 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði haturs, fordóma og skorti á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðislegt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jöfnum rétti allra. Allir fæðast með þann grundvallarrétt, þau mannréttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrundvöllur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir einstaklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verkefni okkar í fjölmenningarsamfélögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikilvægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfgahópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógnvekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berjast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun.Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega samfélagi, bæði á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verkfæri. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýðræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi.Marit Nybakk,NoregiPhia Andersson,SvíþjóðGuðbjartur Hannesson,ÍslandiKarin Gaardsted,DanmörkTuula Peltonen,Finnlandistjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á Helfarardeginum 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði haturs, fordóma og skorti á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðislegt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jöfnum rétti allra. Allir fæðast með þann grundvallarrétt, þau mannréttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrundvöllur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir einstaklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verkefni okkar í fjölmenningarsamfélögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikilvægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfgahópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógnvekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berjast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun.Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega samfélagi, bæði á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verkfæri. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýðræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi.Marit Nybakk,NoregiPhia Andersson,SvíþjóðGuðbjartur Hannesson,ÍslandiKarin Gaardsted,DanmörkTuula Peltonen,Finnlandistjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun