Rússalánið var engin þjóðsaga Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 08:00 Tryggvi Þór Herbertsson segir að stefnt hafi verið að því að taka lán hjá Rússum. Guðni Th. Jóhannesson segir mönnum þó ekki hafa þótt þetta vera góða hugmynd. Vísir/Pjetur Færri komust að en vildu á fyrirlestur sem félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt héldu um nýjar heimildir um bankahrunið en þar voru framsögumenn Guðni Th. Jóhannesson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson.Í nýjasta Klinkinu ræða Guðni Th. og Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra, þessar nýju heimildir sem eru annars vegar skjöl sem Wikileaks láku og hins vegar gögn úr vörslu breskra stjórnvalda sem Guðni Th. aflaði í krafti bresku upplýsingalaganna. Hannes var fjarri góðu gamni í Lundúnum.Guðni Th.: Við pössuðum ekki inn í módel Bandaríkjamanna. Við báðum um gjaldmiðlaskiptasamninga og það kom upp úr kafinu að okkur var hafnað. Í bankakrísu er traust gulls ígildi. Þau skilaboð sem voru send um allan heim voru þau að Bandaríkjamenn vildu ekki verða Íslandi að liði.Tryggvi Þór: Sendiherra Rússa segir við mig, ég er búinn að hringja í Davíð. Þetta er frágengið. Seinna um daginn er þetta dregið til baka af Rússunum og sagt að þetta væri ekki jafn klárt og gefið var í skyn.Tryggvi Þór: Seinna þegar ég talaði við sendiherrann þá kom það alveg skýrt í ljós að það að við hefðum leitað til AGS og hallað okkur meira til vesturs hafi breytt hlutunum.Guðni Th.: Þegar til kastanna kemur, eru embættismenn í þessari ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ekkert endilega á því að það sé skynsamlegt, þegar bankakerfið er að hrynja og við eigum mikið undir góðum samskiptum við vinaþjóðir á Vesturlöndum, að fara í faðm rússneska bjarnarins.Guðni Th.: Menn vilja líta á þetta sem glatað tækifæri og það hafi verið feigðarflan að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Tryggvi Þór: Um leið og tilkynnt var um (Rússalánið) þá byrjaði síminn að hringja í forsætisráðuneytinu. Þetta var geo-pólitískur leikur. Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Færri komust að en vildu á fyrirlestur sem félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt héldu um nýjar heimildir um bankahrunið en þar voru framsögumenn Guðni Th. Jóhannesson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson.Í nýjasta Klinkinu ræða Guðni Th. og Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra, þessar nýju heimildir sem eru annars vegar skjöl sem Wikileaks láku og hins vegar gögn úr vörslu breskra stjórnvalda sem Guðni Th. aflaði í krafti bresku upplýsingalaganna. Hannes var fjarri góðu gamni í Lundúnum.Guðni Th.: Við pössuðum ekki inn í módel Bandaríkjamanna. Við báðum um gjaldmiðlaskiptasamninga og það kom upp úr kafinu að okkur var hafnað. Í bankakrísu er traust gulls ígildi. Þau skilaboð sem voru send um allan heim voru þau að Bandaríkjamenn vildu ekki verða Íslandi að liði.Tryggvi Þór: Sendiherra Rússa segir við mig, ég er búinn að hringja í Davíð. Þetta er frágengið. Seinna um daginn er þetta dregið til baka af Rússunum og sagt að þetta væri ekki jafn klárt og gefið var í skyn.Tryggvi Þór: Seinna þegar ég talaði við sendiherrann þá kom það alveg skýrt í ljós að það að við hefðum leitað til AGS og hallað okkur meira til vesturs hafi breytt hlutunum.Guðni Th.: Þegar til kastanna kemur, eru embættismenn í þessari ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ekkert endilega á því að það sé skynsamlegt, þegar bankakerfið er að hrynja og við eigum mikið undir góðum samskiptum við vinaþjóðir á Vesturlöndum, að fara í faðm rússneska bjarnarins.Guðni Th.: Menn vilja líta á þetta sem glatað tækifæri og það hafi verið feigðarflan að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Tryggvi Þór: Um leið og tilkynnt var um (Rússalánið) þá byrjaði síminn að hringja í forsætisráðuneytinu. Þetta var geo-pólitískur leikur.
Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira