Tryggðu sér réttinn á hrollinum The Witch 29. janúar 2015 12:00 Anya Taylor-Joy fer með aðalhlutverkið í hryllingsmyndinni. Fyrirtækin A24 og DirecTV hafa tryggt sér dreifingarréttinn í Bandaríkjunum á hryllingsmyndinni The Witch. Samningurinn var innsiglaður á kvikmyndahátíðinni Sundance sem stendur yfir um þessar mundir, samkvæmt bíósíðunni The Wrap. Rétturinn kostaði ríflega 1,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um tvö hundruð milljónir króna. A24 og DirecTV eru í samstarfi um að sýna kvikmyndir eingöngu á DirecTV í þrjátíu daga áður en þær fara í bíó. Viðskiptavinir eru tuttugu milljónir. „The Witch er ein mest heillandi og best gerða fyrsta mynd leikstjóra sem ég hef nokkru sinni séð,“ sögðu dreifingaraðilarnir í yfirlýsingu en leikstjóri er Robert Eggers. Anya Taylor-Joy leikur aðalhlutverkið. The Witch gerist í bæ á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum á 15. öld. Hún fjallar um hjón sem grunar að elsta dóttir þeirra sé norn eftir að nýfæddur sonur þeirra hverfur. Engar stjörnur leika í myndinni og spennan byggist upp hægt og rólega. Því er óvíst hvernig henni mun ganga í miðasölunni vestanhafs en hún hefur víða fengið góða dóma. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrirtækin A24 og DirecTV hafa tryggt sér dreifingarréttinn í Bandaríkjunum á hryllingsmyndinni The Witch. Samningurinn var innsiglaður á kvikmyndahátíðinni Sundance sem stendur yfir um þessar mundir, samkvæmt bíósíðunni The Wrap. Rétturinn kostaði ríflega 1,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um tvö hundruð milljónir króna. A24 og DirecTV eru í samstarfi um að sýna kvikmyndir eingöngu á DirecTV í þrjátíu daga áður en þær fara í bíó. Viðskiptavinir eru tuttugu milljónir. „The Witch er ein mest heillandi og best gerða fyrsta mynd leikstjóra sem ég hef nokkru sinni séð,“ sögðu dreifingaraðilarnir í yfirlýsingu en leikstjóri er Robert Eggers. Anya Taylor-Joy leikur aðalhlutverkið. The Witch gerist í bæ á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum á 15. öld. Hún fjallar um hjón sem grunar að elsta dóttir þeirra sé norn eftir að nýfæddur sonur þeirra hverfur. Engar stjörnur leika í myndinni og spennan byggist upp hægt og rólega. Því er óvíst hvernig henni mun ganga í miðasölunni vestanhafs en hún hefur víða fengið góða dóma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira