Sviðin tollvernd Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun