Sýna stuttmynd í San Francisco Freyr Bjarnason skrifar 9. febrúar 2015 10:00 Systkinin Ragnhildur Magnúsdóttir og Pétur Gautur Magnússon mynda listahópinn Icelandic Poniez. Stuttmyndin Poster Boy verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SF Indiefest í San Francisco laugardaginn 14. febrúar. Myndin er framleiðsluverkefni Icelandic Poniez sem Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson stofnaði ásamt bróður sínum, Pétri Gaut Magnússyni. „Myndin er í þessum stíl sem við höfum verið að vinna með, sem er svört kómedía. „Hún fjallar um fordóma gegn samkynhneigðum sem er auðvitað ekkert fyndið mál en sagan fjallar um hinn þrælskeggjaða Buck Baker sem þykist framleiða áróðursplaköt fyrir fordómafullan sértrúarsöfnuð í skini þess að hjálpa þeim fjárhagslega. Hann er með önnur plön í gangi,“ segir Ragnhildur. Hún og Pétur Gautur ólust upp í Norður- og Suður-Kaliforníu og búa bæði og starfa í Los Angeles. Pétur starfar sem leikstjóri, tökumaður og handritshöfundur og Ragnhildur hefur unnið við framleiðslu, m.a. fyrir kvikmyndaverið 20th Century Fox og handritssmíði. „Það verður gaman að fara í heimaborgina til að frumsýna hana. Það er ágætt að hún kláraðist. Mér var mikið flökurt í tökunum og var auðvitað með hugann annars staðar, en okkur tókst þetta að lokum,“ segir Ragnhildur, sem eignaðist dóttur í maí í fyrra. Bíó og sjónvarp Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stuttmyndin Poster Boy verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SF Indiefest í San Francisco laugardaginn 14. febrúar. Myndin er framleiðsluverkefni Icelandic Poniez sem Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson stofnaði ásamt bróður sínum, Pétri Gaut Magnússyni. „Myndin er í þessum stíl sem við höfum verið að vinna með, sem er svört kómedía. „Hún fjallar um fordóma gegn samkynhneigðum sem er auðvitað ekkert fyndið mál en sagan fjallar um hinn þrælskeggjaða Buck Baker sem þykist framleiða áróðursplaköt fyrir fordómafullan sértrúarsöfnuð í skini þess að hjálpa þeim fjárhagslega. Hann er með önnur plön í gangi,“ segir Ragnhildur. Hún og Pétur Gautur ólust upp í Norður- og Suður-Kaliforníu og búa bæði og starfa í Los Angeles. Pétur starfar sem leikstjóri, tökumaður og handritshöfundur og Ragnhildur hefur unnið við framleiðslu, m.a. fyrir kvikmyndaverið 20th Century Fox og handritssmíði. „Það verður gaman að fara í heimaborgina til að frumsýna hana. Það er ágætt að hún kláraðist. Mér var mikið flökurt í tökunum og var auðvitað með hugann annars staðar, en okkur tókst þetta að lokum,“ segir Ragnhildur, sem eignaðist dóttur í maí í fyrra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Tíska og hönnun Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Glatkistunni lokað Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira