Er lykillinn að leyfa Magnúsi Óla að skora að vild? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 06:30 Magnús Óli Magnússon hefur skorað 22 mörk í síðustu tveimur leikjum við Val. Fréttablaðið/stefán Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar. Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira