N.W.A. komu beina leið frá Compton Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. febrúar 2015 11:45 Söguleg kvikmynd sem byggð er litríkri sögu rappsveitarinnar N.W.A. er væntanleg. Vísir/Getty Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir kvikmynd sem byggð er litríkri sögu rappsveitarinnar N.W.A., frá Compton í Los Angeles í Bandaríkjunum. Löng og ansi ítarleg stikla úr myndinni var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Með stiklunni fylgdi myndband sem sýndi sjálfa Ice Cube og Dr. Dre keyra um gamla hverfið sitt og ræða við tvo rappara sem tóku við kyndlinum sem fulltrúar Compton í rappsenunni, þá Kendrick Lamar og The Game. Ice Cub og Dr. Dre eru einmitt hluti af teyminu sem framleiðir myndina.Leikur pabba sinn Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir í tæp sex ár og tók langan tíma að finna rétta hópinn til þess að leika hljómsveitarmeðlimina. Eftir að búið var að velja þá Jason Mitchell og Corey Hawkins til að leika þá Eazy og Dr. Dre var ákveðið að O'Shea Jackson Jr., sonur Ice Cube, myndi leika föður sinn. Myndinni verður leikstýrt af F. Gary Gray, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Friday, Set It Off, The Italian Job og Law Abiding Citizen.Litrík saga Saga N.W.A. er nokkuð stutt en ákaflega litrík. Sveitin náði hæðum sem fáar, ef einhverjar, rappsveitir hafa náð í sögunni. Sveitin varð til þegar þeir Ice Cube og Dr. Dre fóru að semja lög fyrir rappsveit sem var á snærum mógúlsins Eazy E. Sveitin hafnaði laginu sem þeir Dr. Dre og Ice Cube sömdu og ákváðu þeir þá að taka það upp sjálfir og fengu Eazy E með sér í lið og sá hann um rappið. Þeir ákváðu að kalla sig N.W.A., sem stendur fyrir Niggaz With Attitude. Lagið, sem ber titilinn Boyz-N-The Hood var tekið upp árið 1987. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út árið árið 1989. Rappmenningin gjörbreyttist við útgáfu plötunnar Straight Outta Compton.Lögreglan ósátt við efnistök Lögreglan í Los Angeles var ósátt við efnistök sveitarinnar, þá sérstaklega í laginu Fuck tha Police. Í stiklunni úr myndinni má sjá að fjallað verður um stirð samskipti rappsveitarinnar við lögregluna. Frægt er að lögreglan í Los Angeles sendi útgáfufyrirtækinu Priority, sem gaf plötu sveitarinnar út, viðvörun, vegna grófra texta sveitarinnar. Sveitin naut ótrúlegra vinsælda í kjölfar útgáfunnar, en Adam var ekki lengi í paradís. Strax ári seinna byrjaði að kvarnast úr sveitinni, þegar Ice Cube hætti vegna ósættis um peningamál. Sveitin gaf út aðra plötu sem naut ekki sömu vinsælda og árið 1992 var hún lögð niður og meðlimirnir fóru að huga að sólóferlum sínum. Þeir Ice Cube og Dr. Dre hafa verið viðloðandi rappið síðan með góðum árangri. Eazy E lést árið 1995 úr alnæmi en naut vinsælda og virðingar fram á hinsta dag. Hann uppgötvaði meðal annars sveitina Bone Thugs N Harmony. MC Ren og DJ Yella héldu einnig áfram í rappinu, en hafa ekki notið sambærilegra vinsælda og þekktari meðlimir N.W.A. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir kvikmynd sem byggð er litríkri sögu rappsveitarinnar N.W.A., frá Compton í Los Angeles í Bandaríkjunum. Löng og ansi ítarleg stikla úr myndinni var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Með stiklunni fylgdi myndband sem sýndi sjálfa Ice Cube og Dr. Dre keyra um gamla hverfið sitt og ræða við tvo rappara sem tóku við kyndlinum sem fulltrúar Compton í rappsenunni, þá Kendrick Lamar og The Game. Ice Cub og Dr. Dre eru einmitt hluti af teyminu sem framleiðir myndina.Leikur pabba sinn Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir í tæp sex ár og tók langan tíma að finna rétta hópinn til þess að leika hljómsveitarmeðlimina. Eftir að búið var að velja þá Jason Mitchell og Corey Hawkins til að leika þá Eazy og Dr. Dre var ákveðið að O'Shea Jackson Jr., sonur Ice Cube, myndi leika föður sinn. Myndinni verður leikstýrt af F. Gary Gray, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Friday, Set It Off, The Italian Job og Law Abiding Citizen.Litrík saga Saga N.W.A. er nokkuð stutt en ákaflega litrík. Sveitin náði hæðum sem fáar, ef einhverjar, rappsveitir hafa náð í sögunni. Sveitin varð til þegar þeir Ice Cube og Dr. Dre fóru að semja lög fyrir rappsveit sem var á snærum mógúlsins Eazy E. Sveitin hafnaði laginu sem þeir Dr. Dre og Ice Cube sömdu og ákváðu þeir þá að taka það upp sjálfir og fengu Eazy E með sér í lið og sá hann um rappið. Þeir ákváðu að kalla sig N.W.A., sem stendur fyrir Niggaz With Attitude. Lagið, sem ber titilinn Boyz-N-The Hood var tekið upp árið 1987. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út árið árið 1989. Rappmenningin gjörbreyttist við útgáfu plötunnar Straight Outta Compton.Lögreglan ósátt við efnistök Lögreglan í Los Angeles var ósátt við efnistök sveitarinnar, þá sérstaklega í laginu Fuck tha Police. Í stiklunni úr myndinni má sjá að fjallað verður um stirð samskipti rappsveitarinnar við lögregluna. Frægt er að lögreglan í Los Angeles sendi útgáfufyrirtækinu Priority, sem gaf plötu sveitarinnar út, viðvörun, vegna grófra texta sveitarinnar. Sveitin naut ótrúlegra vinsælda í kjölfar útgáfunnar, en Adam var ekki lengi í paradís. Strax ári seinna byrjaði að kvarnast úr sveitinni, þegar Ice Cube hætti vegna ósættis um peningamál. Sveitin gaf út aðra plötu sem naut ekki sömu vinsælda og árið 1992 var hún lögð niður og meðlimirnir fóru að huga að sólóferlum sínum. Þeir Ice Cube og Dr. Dre hafa verið viðloðandi rappið síðan með góðum árangri. Eazy E lést árið 1995 úr alnæmi en naut vinsælda og virðingar fram á hinsta dag. Hann uppgötvaði meðal annars sveitina Bone Thugs N Harmony. MC Ren og DJ Yella héldu einnig áfram í rappinu, en hafa ekki notið sambærilegra vinsælda og þekktari meðlimir N.W.A.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira