Skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 00:00 Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig!
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun