Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2015 06:00 Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar í kvennalandsliðinu byrjuðu á tapi gegn firnasterku liði Sviss á Algarve. mynd/KSÍ „Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þessum leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta framhjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkrir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hugrekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teignum en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53