360 markalausar mínútur á Algarve Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2015 06:30 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum á móti Japan. Vísir/Getty Íslenska landsliðið lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir heimsmeisturum Japans í leik um 9. sætið á mótinu. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim seinni tóku heimsmeistararnir yfir, skoruðu tvö mörk á ellefu mínútna kafla og tryggðu sér 9. sætið. „Við tökum heilan helling með okkur úr þessu móti, fullt af jákvæðum hlutum og svo eru líka nokkur áhyggjuefni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn gegn Japan. Hann sagði japanska liðið hafa spilað frábæran fótbolta í seinni hálfleiknum.Það magnaðasta sem ég hef séð „Við spiluðum mjög góðan varnarleik í fyrri hálfleiknum þar sem þær fengu aðeins eitt færi. En í seinni hálfleik sýndu þær japönsku ótrúleg gæði og fannst mér vera þreyta í okkar liði. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik og það var í raun eini hálfleikurinn á mótinu þar sem við áttum ekki möguleika. Þetta var eiginlega það magnaðasta sem ég hef séð í kvennafótbolta, hvernig þær spila,“ sagði Freyr um heimsmeistarana. Ísland fékk því aðeins eitt stig úr fjórum leikjum á mótinu, skoraði ekki mark og fékk á sig fimm. Ísland tapaði 2-0 fyrir Sviss, 1-0 fyrir Noregi og gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í lokaleik riðilsins á mánudaginn. Fyrir mótið gaf Freyr það út að íslenska liðið ætlaði að nota aðrar áherslur í varnarleiknum til að eiga fleiri ása uppi í erminni. Hann sagði að varnarleikurinn hefði að mestu leyti gengið vel á mótinu. „Við ætluðum að fá svör við því hvort við gætum blandað varnarafbrigðum saman, spila bæði lág- og hápressu almennilega í sama leiknum,“ sagði Freyr og bætti við að leikmenn íslenska liðsins hefðu verið mjög móttækilegir fyrir þessum áheyrslubreytingum. „Lágpressan gekk frábærlega og ég er hrikalega ánægður með það. Þær náðu þessu mjög fljótt og það fengu allar að spreyta sig í henni. Lágpressan var einn af jákvæðustu punktunum í mótinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Föstu leikatriðin illa framkvæmd Sem áður sagði mistókst Íslandi að skora á mótinu og Freyr sagði markaleysið valda sér hugarangri: „Ég ekkert ánægður með að hafa ekki skorað og við sköpuðum okkur ekki nógu mörg opin færi. Við teljum okkur samt vita hvað það er sem þarf að laga. Og sem betur fer spilum við ekki á hverjum degi við liðin sem við spiluðum við á Algarve sem eru öll mjög sterk,“ sagði Freyr sem var ósáttur með slaka nýtingu Íslands á föstum leikatriðum á mótinu. „Ég var sérstaklega óánægður með föst leikatriði, en Ísland hefur í gegnum tíðina verið sterkt í þeim þætti leiksins. Við höfum alltaf verið ógnandi í föstum leikatriðum en við framkvæmdum þau mjög illa á mótinu.“ Freyr gaf mörgum leikmönnum tækifæri á Algarve en allir leikmenn liðsins fengu að minnsta kosti einn í byrjunarliði. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hafi heillað hann á mótinu nefndi Freyr Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur.Hólmfríður á allt öðrum stað „Við erum að fá Gunnhildi Yrsu inn í feiknalega góðu formi. Hún hefur ekki spilað mikið með landsliðinu en er komin í mjög háan gæðaflokk,“ sagði Freyr og vék talinu að Hólmfríði. „Hún er komin á allt annan stað en hún var á fyrir ári. Hún átti mjög dapurt ár með félags- og landsliði í fyrra en er í hörkustandi núna og það er allt annað að sjá hana. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur,“ sagði Freyr en næsta verkefni landsliðsins er vináttulandsleikur gegn Hollandi í Kórnum, laugardaginn 4. apríl. Rúmri viku síðar verður dregið í riðla í undankeppni EM 2017 í Hollandi.Sæti Íslands í Algarve-bikarnum:2. sæti 20113. sæti 20146. sæti 1996, 2009, 20127. sæti 2007, 19979. sæti 2007, 2010, 201310. sæti 2015Fæst mörk í leikjum í Algarve-bikarnum: 0 mörk - 2015 1 mark - 1997 3 mörk - 2012 4 mörk - 1996, 2009 5 mörk - 2013, 2014 6 mörk - 2010 7 mörk - 2011 11 mörk - 2007 12 mörk - 2008 Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Íslenska landsliðið lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir heimsmeisturum Japans í leik um 9. sætið á mótinu. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim seinni tóku heimsmeistararnir yfir, skoruðu tvö mörk á ellefu mínútna kafla og tryggðu sér 9. sætið. „Við tökum heilan helling með okkur úr þessu móti, fullt af jákvæðum hlutum og svo eru líka nokkur áhyggjuefni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn gegn Japan. Hann sagði japanska liðið hafa spilað frábæran fótbolta í seinni hálfleiknum.Það magnaðasta sem ég hef séð „Við spiluðum mjög góðan varnarleik í fyrri hálfleiknum þar sem þær fengu aðeins eitt færi. En í seinni hálfleik sýndu þær japönsku ótrúleg gæði og fannst mér vera þreyta í okkar liði. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik og það var í raun eini hálfleikurinn á mótinu þar sem við áttum ekki möguleika. Þetta var eiginlega það magnaðasta sem ég hef séð í kvennafótbolta, hvernig þær spila,“ sagði Freyr um heimsmeistarana. Ísland fékk því aðeins eitt stig úr fjórum leikjum á mótinu, skoraði ekki mark og fékk á sig fimm. Ísland tapaði 2-0 fyrir Sviss, 1-0 fyrir Noregi og gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í lokaleik riðilsins á mánudaginn. Fyrir mótið gaf Freyr það út að íslenska liðið ætlaði að nota aðrar áherslur í varnarleiknum til að eiga fleiri ása uppi í erminni. Hann sagði að varnarleikurinn hefði að mestu leyti gengið vel á mótinu. „Við ætluðum að fá svör við því hvort við gætum blandað varnarafbrigðum saman, spila bæði lág- og hápressu almennilega í sama leiknum,“ sagði Freyr og bætti við að leikmenn íslenska liðsins hefðu verið mjög móttækilegir fyrir þessum áheyrslubreytingum. „Lágpressan gekk frábærlega og ég er hrikalega ánægður með það. Þær náðu þessu mjög fljótt og það fengu allar að spreyta sig í henni. Lágpressan var einn af jákvæðustu punktunum í mótinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Föstu leikatriðin illa framkvæmd Sem áður sagði mistókst Íslandi að skora á mótinu og Freyr sagði markaleysið valda sér hugarangri: „Ég ekkert ánægður með að hafa ekki skorað og við sköpuðum okkur ekki nógu mörg opin færi. Við teljum okkur samt vita hvað það er sem þarf að laga. Og sem betur fer spilum við ekki á hverjum degi við liðin sem við spiluðum við á Algarve sem eru öll mjög sterk,“ sagði Freyr sem var ósáttur með slaka nýtingu Íslands á föstum leikatriðum á mótinu. „Ég var sérstaklega óánægður með föst leikatriði, en Ísland hefur í gegnum tíðina verið sterkt í þeim þætti leiksins. Við höfum alltaf verið ógnandi í föstum leikatriðum en við framkvæmdum þau mjög illa á mótinu.“ Freyr gaf mörgum leikmönnum tækifæri á Algarve en allir leikmenn liðsins fengu að minnsta kosti einn í byrjunarliði. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hafi heillað hann á mótinu nefndi Freyr Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur.Hólmfríður á allt öðrum stað „Við erum að fá Gunnhildi Yrsu inn í feiknalega góðu formi. Hún hefur ekki spilað mikið með landsliðinu en er komin í mjög háan gæðaflokk,“ sagði Freyr og vék talinu að Hólmfríði. „Hún er komin á allt annan stað en hún var á fyrir ári. Hún átti mjög dapurt ár með félags- og landsliði í fyrra en er í hörkustandi núna og það er allt annað að sjá hana. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur,“ sagði Freyr en næsta verkefni landsliðsins er vináttulandsleikur gegn Hollandi í Kórnum, laugardaginn 4. apríl. Rúmri viku síðar verður dregið í riðla í undankeppni EM 2017 í Hollandi.Sæti Íslands í Algarve-bikarnum:2. sæti 20113. sæti 20146. sæti 1996, 2009, 20127. sæti 2007, 19979. sæti 2007, 2010, 201310. sæti 2015Fæst mörk í leikjum í Algarve-bikarnum: 0 mörk - 2015 1 mark - 1997 3 mörk - 2012 4 mörk - 1996, 2009 5 mörk - 2013, 2014 6 mörk - 2010 7 mörk - 2011 11 mörk - 2007 12 mörk - 2008
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira