Píratar myndu fá fjórtán þingmenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. mars 2015 07:45 Píratar myndu fá tæplega 22 prósenta fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Þetta þýðir að flokkurinn myndi fá fjórtán þingmenn og yrði næststærsti flokkurinn á Alþingi. Það er ellefu þingmönnum meira en þeir fengu í þingkosningunum 2014. Píratar bæta verulega við sig frá könnun sem Fréttablaðið gerði í nóvember.Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn. Hann fengi 19 þingmenn kjörna, jafn marga og hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin væri þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi með ellefu þingmenn kjörna. Vinstri grænir fengju sjö þingmenn, sama fjölda og flokkurinn fékk í alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn kjörna og myndi tapa þrettán þingmönnum frá síðustu kosningum. Björt framtíð fengi sex þingmenn, sama fjölda og í síðustu kosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninganna þá væri einungis möguleiki á einni tveggja flokka stjórn. Það yrði stjórn Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Slík stjórn hefði 33 þingmenn að baki sér. Ef ákveðið yrði að mynda meirihluta sömu flokka og mynda meirihluta í borgarstjórn, það er meirihluta Pírata, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíða og Vinstri-grænna myndi slík stjórn hafa 38 menn að baki sér. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir niðurstöðurnar óvæntar. „Píratar voru lengi með 8-10 prósent í könnunum alveg frá kosningum. Síðan gerist það í desember síðastliðnum að þeir byrja að klifra almennt í könnunum,“ segir hann. Píratar hafi svo náð ágætis mælingu í Þjóðarpúlsi Capacent Gallup á dögunum. „En svo er eins og þeir séu að stökkva enn þá hærra. Þannig að þetta er að segja okkur að minnsta kosti það að aukning á fylgi Pírata núna síðustu mánuði er engin tilviljun. Þetta staðfestir að einhver uppsveifla er hjá þeim,“ segir hann. Hann bætir þó við að það sé ekki gott að horfa of mikið í eina könnun. Ein könnun geti ofmetið fylgi flokksins.Grétar Þór segist þó ekki geta komið auga á eitthvað eitt sem gerst hafi í þjóðfélaginu eða pólitíkinni sem gæti skýrt þessa fylgisaukningu Píratanna. „Þetta er eitthvað sem byrjaði að gerast fyrir örfáum mánuðum og ég kem ekki auga á neitt eitt sem skýrir þetta,“ segir hann. Grétar segir að það veki athygli sína að á svipuðum tíma og Píratar fara að bæta við sig þá hopi Björt framtíð. „Og maður spyr sig hvort fólk sé að færa sig þarna á milli,“ segir Grétar. Þetta geti þó einungis skýrt hluta af fylgisaukningu Píratanna, því aukningin sé miklum mun meiri en tap Bjartrar framtíðar. „Aðrir flokkar eru á nokkuð svipuðu róli og þeir hafa verið,“ segir Grétar. Sjálfstæðisflokkur hafi verið að mælast með milli 25-28 prósenta fylgi frá kosningum og hann sé enn þá þar, þó að hann fari stundum yfir efri mörk. „Samfylkingin er búin að vera þarna yfir 15 prósentum. Þeir hafa stundum nálgast 20 prósent. Hún er einhvers staðar á þessu róli,“ segir Grétar. Vinstri græn hafi verið á róli í kringum kjörfylgi sitt meira og minna frá kosningum, með um 10-11 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn hafi verið rokkandi á milli 10 og 13 prósenta. „Þannig að þetta getur verið innan skekkjumarka hjá Framsókn,“ segir hann.Vísir/DaníelFlokkurinn fastur í sessi „Þetta er nú minna en við höfum verið að mælast í könnunum um langt skeið. Nýlegar kannanir frá öðrum fyrirtækjum sýna okkur í þó nokkuð hærra fylgi. Þannig að það er svolítið erfitt að segja hvar við stöndum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir þó að í öllu falli virðist Björt framtíð, samkvæmt öllum þessum könnunum, hafa fest sig í sessi sem stjórnmálaafl á Íslandi. „Og það er mjög gott og við ætlum bara að halda áfram að nota þá stöðu, landi og þjóð til hagsbóta. Við höfum mjög sterkan grundvöll til að byggja á,“ segir Guðmundur.Vísir/VilhelmAldrei verið góð í könnunum „Við höfum bara aldrei verið góð í skoðanakönnunum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hún segist ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna svo sé. Þórunn segist engu að síður vera sannfærð um að staða flokksins verði önnur í kosningum en raunin hefur verið í könnunum hingað til. „Við erum að vinna að verulega góðum málum og erum að fylgja okkar málum vel eftir og standa við okkar loforð,“ segir Þórunn. Vísir/GVAMikil hreyfing á fylgi „Illa, það er bara svoleiðis,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, spurð um það hvernig henni lítist á niðurstöðurnar. Hún segist telja að flokkurinn ætti að hafa 30-33 prósent að jafnaði. „Það er bara mín tilfinning miðað við þann fjölda sem er í flokknum og margra mála sem flokkurinn vill standa fyrir. Þá finnst mér að staða hans á meðal kjósenda ætti að vera á milli 30 og 33 prósent,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður bendir þó á að hreyfing á fylginu sé meiri núna en hún var. Einkum á meðal ungs fólks og kvenna. Vísir/GVAAð rétta úr kútnum „Við höfum verið að rétta úr kútnum á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það kemur eðlilega í sveiflum. Það er langtímaverkefni að endurheimta traust,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurður um hvað hann lesi úr niðurstöðunni. Hann segir að það séu alltaf sviptingar í fylgi og Píratar hafi vakið athygli fyrir ferskleika og kraft. „Við erum með stjórnmálaumhverfi sem enn ber þess merki að við erum í miklum sveiflum í kjölfar efnahagsáfalla. Þær sveiflur eru greinilega enn þá í gangi,“ segir hann. Vísir/StefánKemur ekki á óvart „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart því við erum búin að vera að mælast á mjög svipuðum slóðum núna mánuðum saman,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að sér þyki það undarlegt í sjálfu sér því VG hafi unnið mjög mikla vinnu í þinginu og meðal annars verið fremst í flokki að tala fyrir umbótum á kjörum láglaunahópa og málum sem brenna á fólki. „En ég treysti því bara að sú vinna eigi eftir að skila sér síðar. En síðan finnst mér merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé í hverri könnun á fætur annarri undir 30 prósentum,“ segir Katrín.Vísir/GVAMikilvægt að ofmetnast ekki Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, verður svara vant þegar Fréttablaðið ber niðurstöður könnunarinnar undir hann. „Maður gleðst yfir því að sjá svona móttökur en að sama skapi þá þarf að halda þessu. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að þetta komi upp úr kjörkössum og ekkert sjálfgefið að þetta haldist. Það er mikilvægt að við ofmetnumst ekkert af þessu,“ segir Helgi Hrafn. „Maður getur bara vonað að þetta sé vegna þess að fólk sé að taka vel í málflutning okkar,“ segir Helgi Hrafn jafnframt. Alþingi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Píratar myndu fá tæplega 22 prósenta fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Þetta þýðir að flokkurinn myndi fá fjórtán þingmenn og yrði næststærsti flokkurinn á Alþingi. Það er ellefu þingmönnum meira en þeir fengu í þingkosningunum 2014. Píratar bæta verulega við sig frá könnun sem Fréttablaðið gerði í nóvember.Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn. Hann fengi 19 þingmenn kjörna, jafn marga og hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin væri þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi með ellefu þingmenn kjörna. Vinstri grænir fengju sjö þingmenn, sama fjölda og flokkurinn fékk í alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn kjörna og myndi tapa þrettán þingmönnum frá síðustu kosningum. Björt framtíð fengi sex þingmenn, sama fjölda og í síðustu kosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninganna þá væri einungis möguleiki á einni tveggja flokka stjórn. Það yrði stjórn Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Slík stjórn hefði 33 þingmenn að baki sér. Ef ákveðið yrði að mynda meirihluta sömu flokka og mynda meirihluta í borgarstjórn, það er meirihluta Pírata, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíða og Vinstri-grænna myndi slík stjórn hafa 38 menn að baki sér. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir niðurstöðurnar óvæntar. „Píratar voru lengi með 8-10 prósent í könnunum alveg frá kosningum. Síðan gerist það í desember síðastliðnum að þeir byrja að klifra almennt í könnunum,“ segir hann. Píratar hafi svo náð ágætis mælingu í Þjóðarpúlsi Capacent Gallup á dögunum. „En svo er eins og þeir séu að stökkva enn þá hærra. Þannig að þetta er að segja okkur að minnsta kosti það að aukning á fylgi Pírata núna síðustu mánuði er engin tilviljun. Þetta staðfestir að einhver uppsveifla er hjá þeim,“ segir hann. Hann bætir þó við að það sé ekki gott að horfa of mikið í eina könnun. Ein könnun geti ofmetið fylgi flokksins.Grétar Þór segist þó ekki geta komið auga á eitthvað eitt sem gerst hafi í þjóðfélaginu eða pólitíkinni sem gæti skýrt þessa fylgisaukningu Píratanna. „Þetta er eitthvað sem byrjaði að gerast fyrir örfáum mánuðum og ég kem ekki auga á neitt eitt sem skýrir þetta,“ segir hann. Grétar segir að það veki athygli sína að á svipuðum tíma og Píratar fara að bæta við sig þá hopi Björt framtíð. „Og maður spyr sig hvort fólk sé að færa sig þarna á milli,“ segir Grétar. Þetta geti þó einungis skýrt hluta af fylgisaukningu Píratanna, því aukningin sé miklum mun meiri en tap Bjartrar framtíðar. „Aðrir flokkar eru á nokkuð svipuðu róli og þeir hafa verið,“ segir Grétar. Sjálfstæðisflokkur hafi verið að mælast með milli 25-28 prósenta fylgi frá kosningum og hann sé enn þá þar, þó að hann fari stundum yfir efri mörk. „Samfylkingin er búin að vera þarna yfir 15 prósentum. Þeir hafa stundum nálgast 20 prósent. Hún er einhvers staðar á þessu róli,“ segir Grétar. Vinstri græn hafi verið á róli í kringum kjörfylgi sitt meira og minna frá kosningum, með um 10-11 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn hafi verið rokkandi á milli 10 og 13 prósenta. „Þannig að þetta getur verið innan skekkjumarka hjá Framsókn,“ segir hann.Vísir/DaníelFlokkurinn fastur í sessi „Þetta er nú minna en við höfum verið að mælast í könnunum um langt skeið. Nýlegar kannanir frá öðrum fyrirtækjum sýna okkur í þó nokkuð hærra fylgi. Þannig að það er svolítið erfitt að segja hvar við stöndum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir þó að í öllu falli virðist Björt framtíð, samkvæmt öllum þessum könnunum, hafa fest sig í sessi sem stjórnmálaafl á Íslandi. „Og það er mjög gott og við ætlum bara að halda áfram að nota þá stöðu, landi og þjóð til hagsbóta. Við höfum mjög sterkan grundvöll til að byggja á,“ segir Guðmundur.Vísir/VilhelmAldrei verið góð í könnunum „Við höfum bara aldrei verið góð í skoðanakönnunum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hún segist ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna svo sé. Þórunn segist engu að síður vera sannfærð um að staða flokksins verði önnur í kosningum en raunin hefur verið í könnunum hingað til. „Við erum að vinna að verulega góðum málum og erum að fylgja okkar málum vel eftir og standa við okkar loforð,“ segir Þórunn. Vísir/GVAMikil hreyfing á fylgi „Illa, það er bara svoleiðis,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, spurð um það hvernig henni lítist á niðurstöðurnar. Hún segist telja að flokkurinn ætti að hafa 30-33 prósent að jafnaði. „Það er bara mín tilfinning miðað við þann fjölda sem er í flokknum og margra mála sem flokkurinn vill standa fyrir. Þá finnst mér að staða hans á meðal kjósenda ætti að vera á milli 30 og 33 prósent,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður bendir þó á að hreyfing á fylginu sé meiri núna en hún var. Einkum á meðal ungs fólks og kvenna. Vísir/GVAAð rétta úr kútnum „Við höfum verið að rétta úr kútnum á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það kemur eðlilega í sveiflum. Það er langtímaverkefni að endurheimta traust,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurður um hvað hann lesi úr niðurstöðunni. Hann segir að það séu alltaf sviptingar í fylgi og Píratar hafi vakið athygli fyrir ferskleika og kraft. „Við erum með stjórnmálaumhverfi sem enn ber þess merki að við erum í miklum sveiflum í kjölfar efnahagsáfalla. Þær sveiflur eru greinilega enn þá í gangi,“ segir hann. Vísir/StefánKemur ekki á óvart „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart því við erum búin að vera að mælast á mjög svipuðum slóðum núna mánuðum saman,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Hún segir að sér þyki það undarlegt í sjálfu sér því VG hafi unnið mjög mikla vinnu í þinginu og meðal annars verið fremst í flokki að tala fyrir umbótum á kjörum láglaunahópa og málum sem brenna á fólki. „En ég treysti því bara að sú vinna eigi eftir að skila sér síðar. En síðan finnst mér merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé í hverri könnun á fætur annarri undir 30 prósentum,“ segir Katrín.Vísir/GVAMikilvægt að ofmetnast ekki Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, verður svara vant þegar Fréttablaðið ber niðurstöður könnunarinnar undir hann. „Maður gleðst yfir því að sjá svona móttökur en að sama skapi þá þarf að halda þessu. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að þetta komi upp úr kjörkössum og ekkert sjálfgefið að þetta haldist. Það er mikilvægt að við ofmetnumst ekkert af þessu,“ segir Helgi Hrafn. „Maður getur bara vonað að þetta sé vegna þess að fólk sé að taka vel í málflutning okkar,“ segir Helgi Hrafn jafnframt.
Alþingi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?