Upplifa eitthvað nýtt og spennandi Magnús Guðmundsson skrifar 17. mars 2015 10:30 Opnunarmynd hátíðarinnar er Antboy og rauða refsinornin og hún er talsett á íslensku. Fyrri myndin um Antboy var sýnd á síðustu hátíð og naut þá gríðarlegra vinsælda. Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst á miðvikudaginn og stendur til 29. mars næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til þessarar skemmtilegu hátíðar sem hefur farið ört vaxandi. „Þetta verður stærsta hátíðin til þessa,“ segir Helga Bryndís Ernudóttir. „Við eigum von á flottum erlendum gestum í fyrsta skipti á þessa hátíð, verðum með fjölda spennandi viðburða og svo komum við að sjálfsögðu til með að sýna margar skemmtilegar kvikmyndir. Opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var hin stórskemmtilega Antboy og nú fylgjum við henni eftir með framhaldsmyndinni Antboy: Rauða refsinornin sem er opnunarmyndin í ár. Leikstjóri Antboy-myndanna, Ask Hasselbalch, mun opna hátíðina formlega ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, verndara hátíðarinnar, og forseta borgarstjórnar, Sóleyju Tómasdóttur.“ Helga Bryndís segir að meginmarkmiðið með því að halda svona hátíð sé að auka kvikmyndalæsi barna og gefa þeim færi á því að sjá myndir sem eru utan þess almenna efnis sem er í boði í öðrum kvikmyndahúsum. „Hér gefst börnum, unglingum og foreldrum því tækifæri til þess að sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi, sem við teljum að eigi erindi til okkar allra,“ segir hún. „Það verða sýndar myndir víða að úr heiminum og líka sígildar íslenskar barnamyndir. Næsta kynslóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda mun einnig fá tækifæri til að kynnast því hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, fara á leiklistarnámskeið fyrir kvikmyndaleik og margt fleira skemmtilegt. Miðaverð á myndirnar er 1.000 krónur en svo er frítt á viðburðina og um að gera að koma og vera með. Þema hátíðarinnar í ár er friður og endurspegla margar myndanna það mikilvæga málefni. Börn og unglingar munu því fá að að kynnast hugmyndafræði eins og fjölmenningu, kynvitund, líkamsvirðingu, sköpun og gagnrýninni hugsun. Eins og á síðasta ári verðum við svo með áhorfendaverðlaun þar sem gestirnir velja sína uppáhaldsmynd. Myndin sem fær þessi verðlaun fer svo í sýningarferð um landið, fer nánar tiltekið á sex staði þar sem er ekki kvikmyndahús á staðnum, og þannig gefst krökkunum þar færi á að koma í bíó í sinni heimasveit.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst á miðvikudaginn og stendur til 29. mars næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til þessarar skemmtilegu hátíðar sem hefur farið ört vaxandi. „Þetta verður stærsta hátíðin til þessa,“ segir Helga Bryndís Ernudóttir. „Við eigum von á flottum erlendum gestum í fyrsta skipti á þessa hátíð, verðum með fjölda spennandi viðburða og svo komum við að sjálfsögðu til með að sýna margar skemmtilegar kvikmyndir. Opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var hin stórskemmtilega Antboy og nú fylgjum við henni eftir með framhaldsmyndinni Antboy: Rauða refsinornin sem er opnunarmyndin í ár. Leikstjóri Antboy-myndanna, Ask Hasselbalch, mun opna hátíðina formlega ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, verndara hátíðarinnar, og forseta borgarstjórnar, Sóleyju Tómasdóttur.“ Helga Bryndís segir að meginmarkmiðið með því að halda svona hátíð sé að auka kvikmyndalæsi barna og gefa þeim færi á því að sjá myndir sem eru utan þess almenna efnis sem er í boði í öðrum kvikmyndahúsum. „Hér gefst börnum, unglingum og foreldrum því tækifæri til þess að sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi, sem við teljum að eigi erindi til okkar allra,“ segir hún. „Það verða sýndar myndir víða að úr heiminum og líka sígildar íslenskar barnamyndir. Næsta kynslóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda mun einnig fá tækifæri til að kynnast því hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, fara á leiklistarnámskeið fyrir kvikmyndaleik og margt fleira skemmtilegt. Miðaverð á myndirnar er 1.000 krónur en svo er frítt á viðburðina og um að gera að koma og vera með. Þema hátíðarinnar í ár er friður og endurspegla margar myndanna það mikilvæga málefni. Börn og unglingar munu því fá að að kynnast hugmyndafræði eins og fjölmenningu, kynvitund, líkamsvirðingu, sköpun og gagnrýninni hugsun. Eins og á síðasta ári verðum við svo með áhorfendaverðlaun þar sem gestirnir velja sína uppáhaldsmynd. Myndin sem fær þessi verðlaun fer svo í sýningarferð um landið, fer nánar tiltekið á sex staði þar sem er ekki kvikmyndahús á staðnum, og þannig gefst krökkunum þar færi á að koma í bíó í sinni heimasveit.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira