Ungt fólk til áhrifa Katrín Jakobsdóttir skrifar 31. mars 2015 07:00 Ein sterkasta krafa samtímans er krafan um aukið lýðræði. Á sama tíma minnkar kosningaþátttaka sem vekur efasemdir um hvort nægilega vel er komið til móts við þá kröfu. Hlutverk okkar í stjórnmálum er að takast á við þetta vandamál og vernda og efla lýðræðið. Lýðræði snýst ekki aðeins um form og ferla þó að vissulega sé slíkt mikilvægt í lýðræðissamfélögum. En lýðræðið snýst um meira; lýðræði er ekki aðeins stjórnarform heldur hugsjón. Lýðræði er lífsmáti; það snýst um að taka þátt, hafa áhrif í stóru og smáu og finna að maður hafi áhrif; að á mann sé hlustað. Á síðasta kjörtímabili var lýðræðismenntun sett inn í námskrá en reynslan hefur kennt okkur að menntakerfið hefur víðtæk áhrif á hugmyndir okkur um lýðræði. Aðgengi að upplýsingum er annar grundvallarþáttur í eflingu lýðræðis en upplýsingalögum var breytt til batnaðar á síðasta kjörtímabili. Gott dæmi um lýðræðislegri vinnubrögð við stefnumótun hjá hinu opinbera er sóknaráætlun landshluta sem var unnin í samráði við íbúa og hagsmunaaðila í hverjum landshluta. Það er mikilvægt að beita ólíkum aðferðum til að efla lýðræði. Eitt af því sem vert er að skoða er kosningaaldur, en við Árni Páll Árnason, ásamt þingmönnum úr VG og Samfylkingu, höfum lagt fram tillögu um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um aukið lýðræði með lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Austurríki hefur þegar lækkað kosningaaldur. Þá hafa nokkur Evrópuríki ráðist í að lækka kosningaaldur í 16 ár í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum og í Noregi hefur slíku aldurstakmarki verið komið á í tilraunaskyni í tuttugu sveitarfélögum. Ungt fólk í samtímanum hefur aðgang að miklum upplýsingum og þegar maður ræðir við ungt fólk í framhaldsskólum landsins er ljóst að það hefur skoðanir á ólíkustu málefnum. Hins vegar virðist dvínandi kosningaþátttaka benda til þess að hefðbundin stjórnmál höfði ekki nægilega vel til ungs fólks og þess vegna er mikilvægt að veita því aukin tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og láta rödd sína heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein sterkasta krafa samtímans er krafan um aukið lýðræði. Á sama tíma minnkar kosningaþátttaka sem vekur efasemdir um hvort nægilega vel er komið til móts við þá kröfu. Hlutverk okkar í stjórnmálum er að takast á við þetta vandamál og vernda og efla lýðræðið. Lýðræði snýst ekki aðeins um form og ferla þó að vissulega sé slíkt mikilvægt í lýðræðissamfélögum. En lýðræðið snýst um meira; lýðræði er ekki aðeins stjórnarform heldur hugsjón. Lýðræði er lífsmáti; það snýst um að taka þátt, hafa áhrif í stóru og smáu og finna að maður hafi áhrif; að á mann sé hlustað. Á síðasta kjörtímabili var lýðræðismenntun sett inn í námskrá en reynslan hefur kennt okkur að menntakerfið hefur víðtæk áhrif á hugmyndir okkur um lýðræði. Aðgengi að upplýsingum er annar grundvallarþáttur í eflingu lýðræðis en upplýsingalögum var breytt til batnaðar á síðasta kjörtímabili. Gott dæmi um lýðræðislegri vinnubrögð við stefnumótun hjá hinu opinbera er sóknaráætlun landshluta sem var unnin í samráði við íbúa og hagsmunaaðila í hverjum landshluta. Það er mikilvægt að beita ólíkum aðferðum til að efla lýðræði. Eitt af því sem vert er að skoða er kosningaaldur, en við Árni Páll Árnason, ásamt þingmönnum úr VG og Samfylkingu, höfum lagt fram tillögu um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um aukið lýðræði með lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Austurríki hefur þegar lækkað kosningaaldur. Þá hafa nokkur Evrópuríki ráðist í að lækka kosningaaldur í 16 ár í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum og í Noregi hefur slíku aldurstakmarki verið komið á í tilraunaskyni í tuttugu sveitarfélögum. Ungt fólk í samtímanum hefur aðgang að miklum upplýsingum og þegar maður ræðir við ungt fólk í framhaldsskólum landsins er ljóst að það hefur skoðanir á ólíkustu málefnum. Hins vegar virðist dvínandi kosningaþátttaka benda til þess að hefðbundin stjórnmál höfði ekki nægilega vel til ungs fólks og þess vegna er mikilvægt að veita því aukin tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og láta rödd sína heyrast.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun