Kveðjustund Paul Walker á hvíta tjaldinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2015 11:30 Fast and the Furious-myndirnar hafa vakið athygli fyrir líflegar senur þar sem bílar eru gjarnan í aðalhlutverki. Furious 7 verður frumsýnd um allan heim á föstudaginn. Útgáfa myndarinnar var í uppnámi í kjölfar fráfalls Pauls Walker, en hann lést í bílslysi 30. nóvember 2013. Þá var um helmingi tökudaga lokið. Eftir umhugsun ákváðu aðstandendur myndarinnar að ljúka við myndina, ekki síst sem virðingarvott við Walker. Handritinu var breytt og voru bræður hans, Caleb og Cody Walker, fengnir til þess að hlaupa í skarðið í nokkrum atriðum. Eins og nafnið gefur til kynna er þessi mynd sú sjöunda í röðinni um kappaksturskappana í Fast and the Furious. Vill Óskarsverðlaunin Einn af aðalleikurum myndarinnar, Vin Diesel, telur að Furious 7 eigi skilið Óskarsverðlaun á næsta ári sem besta myndin. Þetta segir hann þrátt fyrir að vita ekkert um samkeppnina, svo mikla trú hefur hann á þessari mynd. Vin Diesel segir hasarmyndir ekki njóta sannmælis hjá Óskarsakademíunni. Hann sagði að ýmsir framleiðendur hefðu kvartað yfir því, en nú væri komin mynd sem ætti verðlaunin skilið. Þessi ummæli hafa vakið athygli vestanhafs og gerði Conan O'Brien spjallþáttastjórnandi grín að Vin Diesel og sagði að leikarinn hafi verið lagður inn á spítala fyrir að halda að myndin ætti skilið Óskarsverðlaunin.Erfitt fráfall Mikið var fjallað um fráfall Pauls Walker og mátti sjá á viðbrögðum annarra leikara myndarinnar að teymið á bak við myndina var náið. Vin Diesel og Walker voru miklir mátar og tók sá fyrrnefndi fráfall þess síðarnefnda mjög nærri sér. Vin Diesel skírði nýfædda dóttur sína Paulina, í höfuðið á vini sínum sem hann kallaði bróður. Leikkonan Michelle Rodriguez hefur einnig tjáð sig um fráfall Walkers. „Þetta var hræðilegt. Þetta var eins og köld vatnsgusa fram í okkur. Að missa einhvern sem maður elskar svona mikið. Ef einhver var heill og flottur persónuleiki, þá var það Paul,“ útskýrir hún í samtali við bandaríska fjölmiðla.Í myndinni eru margir þekktir leikarar, eins og Jason Statham, Vin Diesel og Michelle Rodriguez.Fínir dómar Gagnrýnendur hafa lofað myndina og sagt hana bera vott um að hægt sé að taka myndir eins og Fast and the Furious í nýjar áttir. Hún er sögð vera spennandi, með mögnuðum áhættuatriðum, en á sama tíma hafi hún tilfinningalega dýpt, meiri en fyrri myndirnar í seríunni. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes eru dómar mikils fjölda gagnrýnenda teknir saman og búin til meðaleinkunn úr þeim. Á síðunni er Furious 7 með 6,9 af 10 mögulegum og er sú einkunn fengin úr 25 kvikmyndadómum. Á SXSW hátíðinni fyrr í mánuðinum var myndin forsýnd og myndaðist löng röð fyrir framan kvikmyndahúsið því margir vildu sjá hana. Haldin var minningarhátíð til heiðurs Paul Walker og í umfjöllun tímaritsins Variety kemur fram að tár hafi fallið á þessari tilfinningaþrungnu stund. Búist við miklum tekjum Vestanhafs er talið að myndin getið halað inn dágóðan skilding fyrir framleiðendur. Talið er að myndin gæti slegið aðsóknarmet fyrir mynd frumsýnda í apríl. Myndin Captain America á metið, en hún þénaði 95 milljónir dala frumsýningarhelgina, en talið er að Furious 7 gæti þénað á bilinu 110 til 115 milljónir dala ef spár ganga eftir. Það myndi verða besta frumsýningarhelgi allra mynda í Fast and the Furious-seríunni. Síðasta myndin sem kom út í seríunni, sú sjötta í röðinni, aflaði 97,4 milljóna dala fyrstu sýningarhelgina. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Upptökur á Fast and Furious 7 í gangi Breytt handrit og útgáfudagur eftir fráfall Paul Walker. 10. febrúar 2014 11:17 Stoltur af Fast & Furious 7 Leikarinn Vin Diesel er sérstaklega stoltur af nýjustu mynd sinni, Fast & Furious 7, svo stoltur að hann spáir henni Óskarstilnefningu. 26. mars 2015 18:00 Paul Walker stjarnan í fyrstu stiklunni Kvikmyndin Furious 7 verður frumsýnd í apríl á næsta ári. 3. nóvember 2014 20:00 Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Frumsýningu frestað um 9 mánuði og persóna Walker skrifuð út. 24. mars 2014 09:45 Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Sýningar á Fast & Furious 7 hefjast 3. apríl og Paul Walker leikur þar sitt síðasta hlutverk. 24. mars 2015 09:34 Jarðarför Paul Walker fer fram í kyrrþey Fjölskyldan skipuleggur jarðarför. 11. desember 2013 20:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Furious 7 verður frumsýnd um allan heim á föstudaginn. Útgáfa myndarinnar var í uppnámi í kjölfar fráfalls Pauls Walker, en hann lést í bílslysi 30. nóvember 2013. Þá var um helmingi tökudaga lokið. Eftir umhugsun ákváðu aðstandendur myndarinnar að ljúka við myndina, ekki síst sem virðingarvott við Walker. Handritinu var breytt og voru bræður hans, Caleb og Cody Walker, fengnir til þess að hlaupa í skarðið í nokkrum atriðum. Eins og nafnið gefur til kynna er þessi mynd sú sjöunda í röðinni um kappaksturskappana í Fast and the Furious. Vill Óskarsverðlaunin Einn af aðalleikurum myndarinnar, Vin Diesel, telur að Furious 7 eigi skilið Óskarsverðlaun á næsta ári sem besta myndin. Þetta segir hann þrátt fyrir að vita ekkert um samkeppnina, svo mikla trú hefur hann á þessari mynd. Vin Diesel segir hasarmyndir ekki njóta sannmælis hjá Óskarsakademíunni. Hann sagði að ýmsir framleiðendur hefðu kvartað yfir því, en nú væri komin mynd sem ætti verðlaunin skilið. Þessi ummæli hafa vakið athygli vestanhafs og gerði Conan O'Brien spjallþáttastjórnandi grín að Vin Diesel og sagði að leikarinn hafi verið lagður inn á spítala fyrir að halda að myndin ætti skilið Óskarsverðlaunin.Erfitt fráfall Mikið var fjallað um fráfall Pauls Walker og mátti sjá á viðbrögðum annarra leikara myndarinnar að teymið á bak við myndina var náið. Vin Diesel og Walker voru miklir mátar og tók sá fyrrnefndi fráfall þess síðarnefnda mjög nærri sér. Vin Diesel skírði nýfædda dóttur sína Paulina, í höfuðið á vini sínum sem hann kallaði bróður. Leikkonan Michelle Rodriguez hefur einnig tjáð sig um fráfall Walkers. „Þetta var hræðilegt. Þetta var eins og köld vatnsgusa fram í okkur. Að missa einhvern sem maður elskar svona mikið. Ef einhver var heill og flottur persónuleiki, þá var það Paul,“ útskýrir hún í samtali við bandaríska fjölmiðla.Í myndinni eru margir þekktir leikarar, eins og Jason Statham, Vin Diesel og Michelle Rodriguez.Fínir dómar Gagnrýnendur hafa lofað myndina og sagt hana bera vott um að hægt sé að taka myndir eins og Fast and the Furious í nýjar áttir. Hún er sögð vera spennandi, með mögnuðum áhættuatriðum, en á sama tíma hafi hún tilfinningalega dýpt, meiri en fyrri myndirnar í seríunni. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes eru dómar mikils fjölda gagnrýnenda teknir saman og búin til meðaleinkunn úr þeim. Á síðunni er Furious 7 með 6,9 af 10 mögulegum og er sú einkunn fengin úr 25 kvikmyndadómum. Á SXSW hátíðinni fyrr í mánuðinum var myndin forsýnd og myndaðist löng röð fyrir framan kvikmyndahúsið því margir vildu sjá hana. Haldin var minningarhátíð til heiðurs Paul Walker og í umfjöllun tímaritsins Variety kemur fram að tár hafi fallið á þessari tilfinningaþrungnu stund. Búist við miklum tekjum Vestanhafs er talið að myndin getið halað inn dágóðan skilding fyrir framleiðendur. Talið er að myndin gæti slegið aðsóknarmet fyrir mynd frumsýnda í apríl. Myndin Captain America á metið, en hún þénaði 95 milljónir dala frumsýningarhelgina, en talið er að Furious 7 gæti þénað á bilinu 110 til 115 milljónir dala ef spár ganga eftir. Það myndi verða besta frumsýningarhelgi allra mynda í Fast and the Furious-seríunni. Síðasta myndin sem kom út í seríunni, sú sjötta í röðinni, aflaði 97,4 milljóna dala fyrstu sýningarhelgina.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Upptökur á Fast and Furious 7 í gangi Breytt handrit og útgáfudagur eftir fráfall Paul Walker. 10. febrúar 2014 11:17 Stoltur af Fast & Furious 7 Leikarinn Vin Diesel er sérstaklega stoltur af nýjustu mynd sinni, Fast & Furious 7, svo stoltur að hann spáir henni Óskarstilnefningu. 26. mars 2015 18:00 Paul Walker stjarnan í fyrstu stiklunni Kvikmyndin Furious 7 verður frumsýnd í apríl á næsta ári. 3. nóvember 2014 20:00 Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Frumsýningu frestað um 9 mánuði og persóna Walker skrifuð út. 24. mars 2014 09:45 Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Sýningar á Fast & Furious 7 hefjast 3. apríl og Paul Walker leikur þar sitt síðasta hlutverk. 24. mars 2015 09:34 Jarðarför Paul Walker fer fram í kyrrþey Fjölskyldan skipuleggur jarðarför. 11. desember 2013 20:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Upptökur á Fast and Furious 7 í gangi Breytt handrit og útgáfudagur eftir fráfall Paul Walker. 10. febrúar 2014 11:17
Stoltur af Fast & Furious 7 Leikarinn Vin Diesel er sérstaklega stoltur af nýjustu mynd sinni, Fast & Furious 7, svo stoltur að hann spáir henni Óskarstilnefningu. 26. mars 2015 18:00
Paul Walker stjarnan í fyrstu stiklunni Kvikmyndin Furious 7 verður frumsýnd í apríl á næsta ári. 3. nóvember 2014 20:00
Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Frumsýningu frestað um 9 mánuði og persóna Walker skrifuð út. 24. mars 2014 09:45
Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Sýningar á Fast & Furious 7 hefjast 3. apríl og Paul Walker leikur þar sitt síðasta hlutverk. 24. mars 2015 09:34