Þegar friðsæll bær fyllist af þungarokkurum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 13:00 Margar af stærstu þungarokksveitum heims hafa komið fram á Eistnaflugi. Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er önnur tveggja opnunarmynda hátíðarinnar Reykjavík Shorts & Docs í ár. Hún fjallar um það þegar hinn annars rólegi bær Neskaupstaður fyllist af þungarokkurum einu sinni á ári til að mæta á Eistnaflug, hina hreinræktuðu þungarokkshátíð. „Myndin var aðallega tekin upp á síðasta sumri þegar Eistnaflug fagnaði tíu ára afmæli og þar er sýnishorn af þeirri tónlist sem þar var flutt ásamt viðtölum við flytjendur. En líka er farið yfir sögu hátíðarinnar frá byrjun með viðtölum við heimamenn, gesti og tónlistarfólk,“ segir Hallur Örn Árnason leikstjóri. Hann segir margar af stærstu þungarokkssveitum heims hafa spilað á Eistnaflugi gegnum tíðina þrátt fyrir að hátíðin sé lítil á alþjóðavísu. Bannað að vera fáviti verður sýnd klukkan 20 í Bíó Paradís í kvöld og tekur sýningin 55 mínútur. Á eftir ætlar Hallur Örn leikstjóri að svara spurningum gesta. Hin opnunarmyndin er pólska heimildamyndin Jurek. Hún fjallar um fjallgöngumanninn Jerzy Kukuczka og gefur innsýn í pólska fjallgöngumannasamfélagið á 9.áratugnum. Leikstjóri myndarinnar, Pawel Wysoczanski, ræðir vð gesti að lokinni sýningu í kvöld sem hefst klukkan 20. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er önnur tveggja opnunarmynda hátíðarinnar Reykjavík Shorts & Docs í ár. Hún fjallar um það þegar hinn annars rólegi bær Neskaupstaður fyllist af þungarokkurum einu sinni á ári til að mæta á Eistnaflug, hina hreinræktuðu þungarokkshátíð. „Myndin var aðallega tekin upp á síðasta sumri þegar Eistnaflug fagnaði tíu ára afmæli og þar er sýnishorn af þeirri tónlist sem þar var flutt ásamt viðtölum við flytjendur. En líka er farið yfir sögu hátíðarinnar frá byrjun með viðtölum við heimamenn, gesti og tónlistarfólk,“ segir Hallur Örn Árnason leikstjóri. Hann segir margar af stærstu þungarokkssveitum heims hafa spilað á Eistnaflugi gegnum tíðina þrátt fyrir að hátíðin sé lítil á alþjóðavísu. Bannað að vera fáviti verður sýnd klukkan 20 í Bíó Paradís í kvöld og tekur sýningin 55 mínútur. Á eftir ætlar Hallur Örn leikstjóri að svara spurningum gesta. Hin opnunarmyndin er pólska heimildamyndin Jurek. Hún fjallar um fjallgöngumanninn Jerzy Kukuczka og gefur innsýn í pólska fjallgöngumannasamfélagið á 9.áratugnum. Leikstjóri myndarinnar, Pawel Wysoczanski, ræðir vð gesti að lokinni sýningu í kvöld sem hefst klukkan 20.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira