Sáttmálinn Silja Dögg Einarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun