Hart deilt um þjóðarmorð Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. apríl 2015 07:00 Fjöldi fólks lagði leið sína að Tsitsernakaberd-minnismerkinu í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þar sem efnt var til minningarathafnar. fréttablaðið/EPA Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær. Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær.
Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira