Barist um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 29. apríl 2015 07:00 Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira
Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira