Eignarréttarfyrirvarinn og makrílfrumvarpið Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar