Mótmælum rofi á rammaáætlun! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun