Clueless fagnar 20 ára afmæli. As if! Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 14. maí 2015 12:00 „HE GAVE ME A C MINUS“ Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar, þegar þær Cher og Dionne tala saman í síma, hlið við hlið. Vísir/Getty Kvikmyndin Clueless fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár, en myndin kom út þann 19. júlí árið 1995. Í henni kynntumst við Beverly Hills-skvísunni Cher Horowich. Hún á moldríkan pabba sem starfar sem lögmaður. Móðir hennar lést hins vegar þegar Cher var aðeins tólf ára, þegar fitusogsaðgerð sem hún var í fór úr böndunum. Síðan þá hefur Cher ekki skort einn einasta veraldlegan hlut, eins og sjá má á fataskápunum hennar, bílnum og herberginu hennar. Henni er mikið í mun að vera góð við alla og vill helst bjarga heiminum, þótt hún eigi það til að misskilja hann. Hún fær sitt fram með því að vera frek á einlægan hátt og hikar ekki við að halda ræður til að færa rök fyrir máli sínu. Myndin er byggð á bókinni Emma eftir Jane Austen, og átti upphaflega að vera sjónvarpsþáttur með nafnið Clueless in California. Leikstjórinn, Amy Heckerling, prófaði Reese Witherspoon og Sarah Michelle Gellar í hlutverkið, en hvorug þeirra gat tekið hlutverkið að sér. Heckerling óskaði þá eftir að fá stelpuna sem lék í Aerosmith-myndböndunum og var Alicia Silverstone ráðin í hlutverkið. Margir af vinsælustu frösum myndarinnar, eins og „Baldwin“, „Betty“ og „keeping it real“, voru hugmyndir leikstjórans og slógu þeir svo rækilega í gegn að gefin var út bókin How to Speak Cluelessly. Höfðu leikarar myndarinnar flestir ekki hugmynd um hvað þessi orð þýddu þegar þau léku í myndinni. Fyrir utan frasana og litríka karaktera er myndin einna eftirminnilegust fyrir búningana. Það var líklega ekki til sú unglingsstúlka sem ekki dreymdi um að eignast gula, köflótta dressið, hvíta Calvin Klein-kjólinn (sem Calvin Klein lét endurgera árið 2010 vegna vinsælda), kragalausu skyrtuna frá Fred Segal, Alaia-kjólinn og rauðu satínskóna. Og glætan að fara í eitthvað frá Judy's! Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin Clueless fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár, en myndin kom út þann 19. júlí árið 1995. Í henni kynntumst við Beverly Hills-skvísunni Cher Horowich. Hún á moldríkan pabba sem starfar sem lögmaður. Móðir hennar lést hins vegar þegar Cher var aðeins tólf ára, þegar fitusogsaðgerð sem hún var í fór úr böndunum. Síðan þá hefur Cher ekki skort einn einasta veraldlegan hlut, eins og sjá má á fataskápunum hennar, bílnum og herberginu hennar. Henni er mikið í mun að vera góð við alla og vill helst bjarga heiminum, þótt hún eigi það til að misskilja hann. Hún fær sitt fram með því að vera frek á einlægan hátt og hikar ekki við að halda ræður til að færa rök fyrir máli sínu. Myndin er byggð á bókinni Emma eftir Jane Austen, og átti upphaflega að vera sjónvarpsþáttur með nafnið Clueless in California. Leikstjórinn, Amy Heckerling, prófaði Reese Witherspoon og Sarah Michelle Gellar í hlutverkið, en hvorug þeirra gat tekið hlutverkið að sér. Heckerling óskaði þá eftir að fá stelpuna sem lék í Aerosmith-myndböndunum og var Alicia Silverstone ráðin í hlutverkið. Margir af vinsælustu frösum myndarinnar, eins og „Baldwin“, „Betty“ og „keeping it real“, voru hugmyndir leikstjórans og slógu þeir svo rækilega í gegn að gefin var út bókin How to Speak Cluelessly. Höfðu leikarar myndarinnar flestir ekki hugmynd um hvað þessi orð þýddu þegar þau léku í myndinni. Fyrir utan frasana og litríka karaktera er myndin einna eftirminnilegust fyrir búningana. Það var líklega ekki til sú unglingsstúlka sem ekki dreymdi um að eignast gula, köflótta dressið, hvíta Calvin Klein-kjólinn (sem Calvin Klein lét endurgera árið 2010 vegna vinsælda), kragalausu skyrtuna frá Fred Segal, Alaia-kjólinn og rauðu satínskóna. Og glætan að fara í eitthvað frá Judy's!
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira