Verndum Rammann Árni Páll Árnason skrifar 14. maí 2015 07:00 Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar