Seðlabankastjóri segir miklar launahækkanir valda versnandi verðbólguhorfum Heimir Már Pétursson og Ingvar Haraldsson skrifa 11. júní 2015 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson kynntu vaxtaákvörðun. fréttablaðið/vilhelm Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru í gær hækkaðir um 0,5 prósentustig og eru nú fimm prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kemur fram að einsýnt virðist vera að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum eigi að tryggja verðstöðugleika til lengri tíma litið. Nefndin benti á að miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum hafi valdið því að verðbólguhorfur hafi versnað verulega og því hafi verið gripið til vaxtahækkunar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá benti peningastefnunefndin á að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga hafi áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Aðgerðirnar séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað, sem við náttúrlega vonum, þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif með og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Þá varar peningastefnunefndin einnig við því að fé sem kunni að falla stjórnvöldum í skaut vegna losunar hafta verði varið þannig að það skapi þenslu. Þó sagði Már á fundi þar sem vaxtaákvörðunin var rökstudd í gærmorgun að ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að þessir fjármunir yrðu nýttir til að lækka skuldir ríkissjóðs. Seðlabankinn myndi þó fylgjast með framvindu mála og grípa til viðeigandi aðgerða ef þörf krefði. Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru í gær hækkaðir um 0,5 prósentustig og eru nú fimm prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kemur fram að einsýnt virðist vera að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum eigi að tryggja verðstöðugleika til lengri tíma litið. Nefndin benti á að miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum hafi valdið því að verðbólguhorfur hafi versnað verulega og því hafi verið gripið til vaxtahækkunar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá benti peningastefnunefndin á að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga hafi áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Aðgerðirnar séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað, sem við náttúrlega vonum, þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif með og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Þá varar peningastefnunefndin einnig við því að fé sem kunni að falla stjórnvöldum í skaut vegna losunar hafta verði varið þannig að það skapi þenslu. Þó sagði Már á fundi þar sem vaxtaákvörðunin var rökstudd í gærmorgun að ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að þessir fjármunir yrðu nýttir til að lækka skuldir ríkissjóðs. Seðlabankinn myndi þó fylgjast með framvindu mála og grípa til viðeigandi aðgerða ef þörf krefði.
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira