Lífeyrisþegar borga brúsann! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun