Lífeyrisþegar borga brúsann! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar