Skilar ekki árangri Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2015 00:00 Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun