Vaxandi vinsældir kraftlyftinga skapa nýjan markað fyrir íþróttavörur. Íþróttavörufyrirtækið SBD Apparel vinnur hörðum höndum að því að skapa sér stöðu á þeim markaði.
Um þetta er fjallað á vef breska blaðsins Telegraph. Þar segir að SBD Apparel hafi samið við Íslendinginn Hafþór Júlíus Björnsson um að kynna vörur sínar. Hafþór er löngu orðinn heimsfrægur fyrir að leika Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Hann hefur einnig, um árabil, tekið þátt í keppninni um sterkasta mann heims með góðum árangri. Telegraph segir að SBD Apparel hafi verið stofnað árið 2013 og stöðvar þess í Lundúnum. Fyrirtækið framleiðir meðal annars hnéhlífar sem eiga að draga úr hættu á meiðslum þegar þungum lóðum eða öðrum hlutum er lyft.
Telegraph rifjar upp að Hafþór Júlíus hóf þátttöku í kraftlyftingum eftir að hann hlaut hnémeiðsl í körfubolta. Hið eina sem hann hræðist sé að meiðast aftur. Telur Telegraph fullvíst að Hafþór Júlíus hafi átt sinn þátt í því að koma SBD Apparel á kortið.
Hafþór kynnir vörur fyrir kraftajötna
