Viðspyrna fólksins Helga Þórðardóttir skrifar 10. júlí 2015 09:21 Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja lokaútspil Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka mótspyrnu almennings og ýmissa hópa sem tóku þetta mál að sér. Þar vil ég helst nefna undirskriftasöfnun Þjóðareignar sem setti greinilega mikla pressu á stjórnvöld. Sóknarhópurinn, þverpólitískur hópur sem berst gegn kvótakerfinu, hóf baráttuna þegar átti að leggja fram sáttaleiðina og barðist ötullega gegn makrílfrumvarpinu. Við í stjórnmálasamtökunum Dögun áttum okkar þátt í því að koma í veg fyrir þennan óskapnað. Dögun hélt fjölsóttan fund í Kópavogi um sjávarútvegsmál sem var um margt merkilegur. Dögun bauð öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi til fundarins til að segja frá stefnu sinni um sjávarútvegsmál. Við veittum mótspyrnu með því að skrifa ótal greinar og sendum á fjölmiðla og þingmenn. Dögun sendi ítarlega umsögn um frumvarpið og jafnframt komum við upplýsingum um málið til erlendra aðila sem rannsaka spillingu. Dögun sendi bréf til Greco og Transparency International til þess að vekja athygli þeirra á því óréttlæti sem viðgengst í úthlutun veiðiheimilda. Þessi vinna var unnin af baráttufólki með ríka réttlætiskennd sem trúir á málstaðinn og vill ekki gefast upp fyrir óréttlætinu. Við vitum þó að björninn er ekki unninn og áfram þurfum við að veita mótspyrnu þegar þing kemur aftur saman í haust, því eingöngu var samið um „vopnahlé“ á þingi til að gefa þingmönnum sumarfrí. Það er orðið mjög brýnt að fá nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur skotið málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama á við um minnihluta alþingismanna. Einn þriðji hluti þingsins ætti að geta skotið umdeildum málum til þjóðarinnar. Almenningur á að hafa lokaorðið í mörgum málum enda er valdið hans. Meirihlutavald á Alþingi án aðhalds hefur fært alltof stóran hlut auðlinda okkar til fárra. Því verður að linna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Þórðardóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja lokaútspil Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka mótspyrnu almennings og ýmissa hópa sem tóku þetta mál að sér. Þar vil ég helst nefna undirskriftasöfnun Þjóðareignar sem setti greinilega mikla pressu á stjórnvöld. Sóknarhópurinn, þverpólitískur hópur sem berst gegn kvótakerfinu, hóf baráttuna þegar átti að leggja fram sáttaleiðina og barðist ötullega gegn makrílfrumvarpinu. Við í stjórnmálasamtökunum Dögun áttum okkar þátt í því að koma í veg fyrir þennan óskapnað. Dögun hélt fjölsóttan fund í Kópavogi um sjávarútvegsmál sem var um margt merkilegur. Dögun bauð öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi til fundarins til að segja frá stefnu sinni um sjávarútvegsmál. Við veittum mótspyrnu með því að skrifa ótal greinar og sendum á fjölmiðla og þingmenn. Dögun sendi ítarlega umsögn um frumvarpið og jafnframt komum við upplýsingum um málið til erlendra aðila sem rannsaka spillingu. Dögun sendi bréf til Greco og Transparency International til þess að vekja athygli þeirra á því óréttlæti sem viðgengst í úthlutun veiðiheimilda. Þessi vinna var unnin af baráttufólki með ríka réttlætiskennd sem trúir á málstaðinn og vill ekki gefast upp fyrir óréttlætinu. Við vitum þó að björninn er ekki unninn og áfram þurfum við að veita mótspyrnu þegar þing kemur aftur saman í haust, því eingöngu var samið um „vopnahlé“ á þingi til að gefa þingmönnum sumarfrí. Það er orðið mjög brýnt að fá nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur skotið málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama á við um minnihluta alþingismanna. Einn þriðji hluti þingsins ætti að geta skotið umdeildum málum til þjóðarinnar. Almenningur á að hafa lokaorðið í mörgum málum enda er valdið hans. Meirihlutavald á Alþingi án aðhalds hefur fært alltof stóran hlut auðlinda okkar til fárra. Því verður að linna.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar