Fyrst Þingvellir svo allir hinir! Ögmundur Jónasson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ferðamennska á Íslandi Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar