Þegar yfirmaður er gerandi eineltis Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. júlí 2015 09:00 Ekki er öllum gefið að vera góður stjórnandi eða yfirmaður. Því miður eru dæmi um yfirmenn á alls kyns vinnustöðum sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Ekki er hægt að fullyrða um hvort einelti sé algengara hjá kvenyfirmönnum eða karlyfirmönnum. Vandamálið er dulið því ekki allir sem upplifa sig lagða í einelti af yfirmanni sínum segja frá því. Ganga má út frá því að langstærsti hópur yfirmanna séu góðir og faglegir yfirmenn. Í þessari grein sem er sú fyrsta af þremur verður fjallað um þá yfirmenn sem eru ekki færir um að eiga jákvæð og góð samskipti við starfsfólk sitt og eru jafnvel gerendur eineltis. Hvernig getur það gerst að „vanhæfur stjórnandi“ fær yfirmannsstöðu? Auðvitað getur verið um að ræða eiganda fyrirtækis sem er þá jafnframt yfirmaður og stjórnandi. Í öðrum tilfellum liggur svarið ekki á lausu og væri í raun ágætis rannsóknarefni. Það sem m.a. einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er „valdafíkn“, það „að ráða“, beita og misbeita valdi þóknist honum svo. Ekki er ósennilegt að yfirmaður sem er valdafíkinn búi einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Lýsing, kannski nokkuð ýkt, á yfirmanni sem er gerandi eineltis gæti litið einhvern veginn svona út: Lund hans og skap er óútreiknanlegt, sveiflukennt allt eftir því hvernig liggur á honum hverju sinni. Sé hann pirraður lætur hann það gjarnan bitna á starfsfólkinu og verður fljótt reiður mæti hann mótbyr. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Þegar manneskja sem hér er lýst er ráðin sem yfirmaður er varla von á góðu ef litið er til samskipta á vinnustaðnum. Einhverjir gætu séð þessa yfirmannstýpu sem ákveðinn og sjálfstæðan aðila. Hins vegar má mikið frekar ætla að neikvæð framkoma hans sé drifin áfram af vanlíðan, minnimáttarkennd og óöryggi. Orsakir geta verið flóknar og átt rætur að rekja í samspili persónueinkenna, félagslegs bakgrunns og hvernig einstaklingurinn upplifir stöðu sína á staðnum. Þessi tegund af yfirmanni kemur oft vel fyrir út á við. Hann er e.t.v. vinamargur og kannski ágætur maki og foreldri? Tjái hann sig um vinnustaðinn opinberlega gæti hann vel birst sem hæfur stjórnandi sem tekur frumkvæði og hrindir hlutum í framkvæmd. Afbrýðisemi og öfund Á vinnustað sem stjórnað er af yfirmanni eins og hér er lýst getur hæglega þrifist einelti og stundum er yfirmaðurinn sjálfur gerandinn. Valdafíkinn stjórnandi sem er auk þess fullur af minnimáttarkennd er ekki ólíklegur til að níðast með einhverjum hætti á starfsmanni/starfsmönnum. Hann veifar valdasprotanum og undirstrikar með honum hver það er sem hefur heill og hamingju starfsfólksins í hendi sér. Einn af helstu fylgikvillum minnimáttarkenndar er afbrýðisemi og öfund. Þessi tegund af yfirmanni óttast að einhver skyggi á sig. Upplifi hann að einhver ógni sér gæti hann gripið til þess að lítillækka þann, gera hann ótrúverðugan eða nota vald sitt og áhrif til að koma honum illa með einhverjum hætti. Starfsmaðurinn er þá kannski fluttur til í starfi eða aðrar leiðir fundnar með það að markmiði að losna við hann. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna. Skilaboðin eru að enginn skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar. Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert með hörku og óbilgirni. Sá sem einu sinni upplifir yfirmanninn í þessum aðstæðum vill fyrir alla muni ekki lenda í þeim aftur. Í næstu grein verður fjallað um „vanvirka“ yfirmanninn sem verður stundum, vegna aðgerðaleysis, óbeinn þátttakandi eineltis á vinnustaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Ekki er öllum gefið að vera góður stjórnandi eða yfirmaður. Því miður eru dæmi um yfirmenn á alls kyns vinnustöðum sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Ekki er hægt að fullyrða um hvort einelti sé algengara hjá kvenyfirmönnum eða karlyfirmönnum. Vandamálið er dulið því ekki allir sem upplifa sig lagða í einelti af yfirmanni sínum segja frá því. Ganga má út frá því að langstærsti hópur yfirmanna séu góðir og faglegir yfirmenn. Í þessari grein sem er sú fyrsta af þremur verður fjallað um þá yfirmenn sem eru ekki færir um að eiga jákvæð og góð samskipti við starfsfólk sitt og eru jafnvel gerendur eineltis. Hvernig getur það gerst að „vanhæfur stjórnandi“ fær yfirmannsstöðu? Auðvitað getur verið um að ræða eiganda fyrirtækis sem er þá jafnframt yfirmaður og stjórnandi. Í öðrum tilfellum liggur svarið ekki á lausu og væri í raun ágætis rannsóknarefni. Það sem m.a. einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er „valdafíkn“, það „að ráða“, beita og misbeita valdi þóknist honum svo. Ekki er ósennilegt að yfirmaður sem er valdafíkinn búi einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Lýsing, kannski nokkuð ýkt, á yfirmanni sem er gerandi eineltis gæti litið einhvern veginn svona út: Lund hans og skap er óútreiknanlegt, sveiflukennt allt eftir því hvernig liggur á honum hverju sinni. Sé hann pirraður lætur hann það gjarnan bitna á starfsfólkinu og verður fljótt reiður mæti hann mótbyr. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Þegar manneskja sem hér er lýst er ráðin sem yfirmaður er varla von á góðu ef litið er til samskipta á vinnustaðnum. Einhverjir gætu séð þessa yfirmannstýpu sem ákveðinn og sjálfstæðan aðila. Hins vegar má mikið frekar ætla að neikvæð framkoma hans sé drifin áfram af vanlíðan, minnimáttarkennd og óöryggi. Orsakir geta verið flóknar og átt rætur að rekja í samspili persónueinkenna, félagslegs bakgrunns og hvernig einstaklingurinn upplifir stöðu sína á staðnum. Þessi tegund af yfirmanni kemur oft vel fyrir út á við. Hann er e.t.v. vinamargur og kannski ágætur maki og foreldri? Tjái hann sig um vinnustaðinn opinberlega gæti hann vel birst sem hæfur stjórnandi sem tekur frumkvæði og hrindir hlutum í framkvæmd. Afbrýðisemi og öfund Á vinnustað sem stjórnað er af yfirmanni eins og hér er lýst getur hæglega þrifist einelti og stundum er yfirmaðurinn sjálfur gerandinn. Valdafíkinn stjórnandi sem er auk þess fullur af minnimáttarkennd er ekki ólíklegur til að níðast með einhverjum hætti á starfsmanni/starfsmönnum. Hann veifar valdasprotanum og undirstrikar með honum hver það er sem hefur heill og hamingju starfsfólksins í hendi sér. Einn af helstu fylgikvillum minnimáttarkenndar er afbrýðisemi og öfund. Þessi tegund af yfirmanni óttast að einhver skyggi á sig. Upplifi hann að einhver ógni sér gæti hann gripið til þess að lítillækka þann, gera hann ótrúverðugan eða nota vald sitt og áhrif til að koma honum illa með einhverjum hætti. Starfsmaðurinn er þá kannski fluttur til í starfi eða aðrar leiðir fundnar með það að markmiði að losna við hann. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna. Skilaboðin eru að enginn skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar. Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert með hörku og óbilgirni. Sá sem einu sinni upplifir yfirmanninn í þessum aðstæðum vill fyrir alla muni ekki lenda í þeim aftur. Í næstu grein verður fjallað um „vanvirka“ yfirmanninn sem verður stundum, vegna aðgerðaleysis, óbeinn þátttakandi eineltis á vinnustaðnum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun