Ferðamenn telja Drekkingarhyl óskabrunn Snærós Sindradóttir skrifar 20. júlí 2015 07:00 Leikskólabörn virða fyrir sér klinkið á botninum. Gjáin er ekki óskabrunnur heldur hefur fyrst og fremst fagurfræðilegt gildi. vísir/GVA Landverðir á Þingvöllum hafa vart undan að hreinsa Flosagjá, Drekkingarhyl og Öxará af smápeningum sem ferðamenn henda ofan í. Svo virðist sem ferðamenn líti svo á að um óskabrunna sé að ræða. Guðrún Kristinsdóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum, segir landverði reyna að stemma stigu við vandanum. „Það er okkur í óþökk að fólk sé að henda peningum alls staðar. Að henda í Drekkingarhyl er í hæsta máta þversögn við hlutverk Drekkingarhyls í okkar sögu. Að gera hann að einhverjum óskabrunni.“ Frá upphafi tuttugustu aldar hefur tíðkast að kasta smámynt í Peningagjá, öðru nafni Nikulásargjá. „Fólk kallar Peningagjá á Þingvöllum óskabrunn, sem er bara bjánalegt. Óskabrunnar hafa aldrei verið til á Íslandi þótt þeir hafi verið til í evrópskum þjóðsögum,“ segir Guðrún. Hún segir að vel gangi að hreinsa úr ánni. Það sé þó öllu erfiðara að hreinsa úr Drekkingarhyl, enda sé hann djúpur og landverðir vilji ekki leggja sig í hættu. Klinkinu er safnað saman í krukku á skrifstofu landvarða. „Ég veit að þetta hljómar eins og argasta klisja. Þegar ég fer til útlanda þá tek ég þetta með mér og set þetta í söfnunarumslagið hjá Icelandair. Við kunnum ekki við að henda þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Landverðir á Þingvöllum hafa vart undan að hreinsa Flosagjá, Drekkingarhyl og Öxará af smápeningum sem ferðamenn henda ofan í. Svo virðist sem ferðamenn líti svo á að um óskabrunna sé að ræða. Guðrún Kristinsdóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum, segir landverði reyna að stemma stigu við vandanum. „Það er okkur í óþökk að fólk sé að henda peningum alls staðar. Að henda í Drekkingarhyl er í hæsta máta þversögn við hlutverk Drekkingarhyls í okkar sögu. Að gera hann að einhverjum óskabrunni.“ Frá upphafi tuttugustu aldar hefur tíðkast að kasta smámynt í Peningagjá, öðru nafni Nikulásargjá. „Fólk kallar Peningagjá á Þingvöllum óskabrunn, sem er bara bjánalegt. Óskabrunnar hafa aldrei verið til á Íslandi þótt þeir hafi verið til í evrópskum þjóðsögum,“ segir Guðrún. Hún segir að vel gangi að hreinsa úr ánni. Það sé þó öllu erfiðara að hreinsa úr Drekkingarhyl, enda sé hann djúpur og landverðir vilji ekki leggja sig í hættu. Klinkinu er safnað saman í krukku á skrifstofu landvarða. „Ég veit að þetta hljómar eins og argasta klisja. Þegar ég fer til útlanda þá tek ég þetta með mér og set þetta í söfnunarumslagið hjá Icelandair. Við kunnum ekki við að henda þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira