Skammta öldruðum þriðjung af því sem launþegar fá Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun