Enn af verðofbeldi Þórólfur Matthíasson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Samkvæmt auglýsingu frá Verðlagsnefnd búvara dagsettri 17. júlí 2015 hækkaði verð á mjólkurvarningi um 3,6%. Undantekningin er verð á smjöri sem var hækkað um 12% enda í miklu uppáhaldi hjá neytendum nú um stundir! Um þá hækkun og aðrar hækkanir sem Verðlagsnefndin ákvað 17/7 má hafa mörg orð. En hér skal staldrað við ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli annars vegar (105 krónur á lítra) og verði á mjólk í eins lítra fernu hins vegar (121 króna á lítra). Þ.e.a.s. það virðist mat nefndarinnar að kostnaður við pökkun hvers lítra sé 16 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna. Helstu kaupendur ópakkaðrar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og fulltrúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hagsmuna“ neytenda, en því hlutverki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafulltrúarnir mata nefndina á upplýsingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveður nefndin heildsöluverð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlagsnefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða. Dæmið hér að ofan um vanmat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fernur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi! Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafnframt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rökstuðningi fyrir verðbreytingum sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun liggur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þórólfur Matthíasson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt auglýsingu frá Verðlagsnefnd búvara dagsettri 17. júlí 2015 hækkaði verð á mjólkurvarningi um 3,6%. Undantekningin er verð á smjöri sem var hækkað um 12% enda í miklu uppáhaldi hjá neytendum nú um stundir! Um þá hækkun og aðrar hækkanir sem Verðlagsnefndin ákvað 17/7 má hafa mörg orð. En hér skal staldrað við ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli annars vegar (105 krónur á lítra) og verði á mjólk í eins lítra fernu hins vegar (121 króna á lítra). Þ.e.a.s. það virðist mat nefndarinnar að kostnaður við pökkun hvers lítra sé 16 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna. Helstu kaupendur ópakkaðrar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og fulltrúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hagsmuna“ neytenda, en því hlutverki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafulltrúarnir mata nefndina á upplýsingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveður nefndin heildsöluverð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlagsnefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða. Dæmið hér að ofan um vanmat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fernur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi! Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafnframt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rökstuðningi fyrir verðbreytingum sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun liggur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar