Enn af verðofbeldi Þórólfur Matthíasson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Samkvæmt auglýsingu frá Verðlagsnefnd búvara dagsettri 17. júlí 2015 hækkaði verð á mjólkurvarningi um 3,6%. Undantekningin er verð á smjöri sem var hækkað um 12% enda í miklu uppáhaldi hjá neytendum nú um stundir! Um þá hækkun og aðrar hækkanir sem Verðlagsnefndin ákvað 17/7 má hafa mörg orð. En hér skal staldrað við ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli annars vegar (105 krónur á lítra) og verði á mjólk í eins lítra fernu hins vegar (121 króna á lítra). Þ.e.a.s. það virðist mat nefndarinnar að kostnaður við pökkun hvers lítra sé 16 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna. Helstu kaupendur ópakkaðrar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og fulltrúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hagsmuna“ neytenda, en því hlutverki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafulltrúarnir mata nefndina á upplýsingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveður nefndin heildsöluverð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlagsnefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða. Dæmið hér að ofan um vanmat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fernur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi! Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafnframt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rökstuðningi fyrir verðbreytingum sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun liggur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt auglýsingu frá Verðlagsnefnd búvara dagsettri 17. júlí 2015 hækkaði verð á mjólkurvarningi um 3,6%. Undantekningin er verð á smjöri sem var hækkað um 12% enda í miklu uppáhaldi hjá neytendum nú um stundir! Um þá hækkun og aðrar hækkanir sem Verðlagsnefndin ákvað 17/7 má hafa mörg orð. En hér skal staldrað við ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í lausu máli annars vegar (105 krónur á lítra) og verði á mjólk í eins lítra fernu hins vegar (121 króna á lítra). Þ.e.a.s. það virðist mat nefndarinnar að kostnaður við pökkun hvers lítra sé 16 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mér kostar pappírsfernan sjálf komin í átöppunarsal á bilinu 16 til 18 krónur. Þá á eftir að koma mjólkinni í fernuna. Til þess að gera það þarf mikið húsnæði, stóra og dýra vélasamstæðu auk nokkurs mannafla. Varlega áætlað kostar það 10 krónur á hvern lítra að koma mjólkinni úr tanknum í fernuna. Helstu kaupendur ópakkaðrar mjólkur eru aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna í framleiðslu og sölu afurða sem unnar eru úr ópakkaðri mjólk. Í Verðlagsnefnd búvara sitja fulltrúar bænda og fulltrúar afurðastöðva (sem eru sameignarfyrirtæki bænda!), fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sem ætlað er að gæta „hagsmuna“ neytenda, en því hlutverki sinntu fulltrúar ASÍ og BSRB áður. Afurðastöðvafulltrúarnir mata nefndina á upplýsingum um framleiðslukostnað og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveður nefndin heildsöluverð hinna ýmsu afurða. Í fréttatilkynningu verðlagsnefndarinnar er lögð áhersla á að samþykktir hennar hafi verið samhljóða. Dæmið hér að ofan um vanmat nefndarinnar á kostnaði við átöppun mjólkur á fernur benda til þess að fulltrúar ráðuneytanna tveggja hafi ekki sinnt upplýsingaöflunarskyldu sinni af þeirri kostgæfni sem eðlilegt er og búvörulög kveða á um. Það er ekki nóg að láta fulltrúa Mjólkursamsölunnar segja sér hvað kostar að tappa mjólk á fernu. Það þarf að afla sjálfstæðra upplýsinga. Sem er auðvelt því Mjólkursamsalan er ekki ein um að tappa vökva í TetraPakk-umbúðir hér á landi! Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. Jafnframt fer ég fram á að nefndin geri opinberlega grein fyrir rökstuðningi fyrir verðbreytingum sem ákveðnar voru nú í júlí. Geti nefndin það ekki er eðlilegt að auglýsingin frá 17. júlí verði dregin til baka uns ákvörðun sem þolir almenna skoðun liggur fyrir. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðsluna undir samkeppnislög við allra fyrsta tækifæri.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun