Árni Páll segir stjórnvöld ekki standa við eigin Evrópustefnu Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Árni Páll veltir fyrir sér hvort Evrópustefnan hafi verið sett í þykjustuleik. vísir/gva „Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Þessi stefna var öll í skötulíki og þessi ríkisstjórn virðist vera alveg alveg ófær um að marka einhverja stefnu um samskipti við Evrópusambandið út frá íslenskum hagsmunum,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar sem sett var í mars á síðasta ári. Samkvæmt Evrópustefnunni átti ekkert dómsmál að vera fyrir EFTA-dómstólnum á fyrri hluta þessa árs vegna þess að dregist hafi að innleiða EES-reglugerðir. Þá átti innleiðingarhalli EES-reglugerða að vera kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var innleiðingarhallinn tvö prósent þann 17. apríl síðastliðinn. Þá eru þrjú dómsmál nú rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. „Það átti líka að efla starf sendiráðsins í Brussel og það hefur ekki verið gert,“ bendir Árni Páll á. „Það er mjög skrítið að sjá svona stefnumörkun. Það virðist vera sem hún hafi bara verið sett fram sem einhver þykjustuleikur þegar verið var að reyna að draga aðildarumsóknina til baka,“ segir Árni Páll en Evrópustefnan var sett tæpum þremur vikum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. „Þetta átti að heita einhvers konar valkostur því á þeim tíma var það gagnrýnt að ekki væri búið að setja sér neina Evrópustefnu. Þá hafi menn flýtt sér að hnipra þetta niður á hné sér í fljótheitum til þess að ekki væri hægt að segja að það væri engin stefna til,“ segir Árni Páll. „Það eru nú mikilvægari mál hér innanlands eins og heilbrigðis- og menntamálin,“ svarar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, spurður út í innleiðingarhallann. „Það er nú fátt annað gert í utanríkismálanefnd en að ræða og afgreiða EES-tilskipanir,“ bætir Ásmundur við en segir þessi mál þó til stöðugrar skoðunar. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ekki við Alþingi að sakast. „Það hafa engin mál orðið eftir í þinginu,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar hafi ráðuneytum ekki tekist að afgreiða mál nægjanlega hratt. „Það er ekki tiltækur mannafli í ráðuneytunum til að afgreiða þessi mál,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira