„Þarna var bara verið að tikka í box“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2025 22:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Skrifað var undir samninginn í morgun og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland er aðili að samkomulaginu. Noregur, Bretland og Færeyjar eru það sömuleiðis en ESB og Grænlendingar, sem einnig stunda markílveiðar, standa utan þess. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í morgun er sagt að strandríkjahlutdeild Íslands verði 12,5% af heildaraflamarki sem sé mikilvæg viðurkenning á veiðum Íslands og tryggi langtímahagsmuni. Þá sé aðgangur til veiða í lögsögum annarra landa einnig mikilvægur þáttur. „Erum að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda“ Utanríkisráðherra segir samninginn sögulegan, verið sé að verja hagsmuni Íslendinga og taka þátt í að stöðva ofveiði á makríl. „Það er eins og bæði Norðmenn og Færeyingar séu að skynja og skilja það að við erum eðlilega ríki sem á að hafa hlutdeild í makríl. Og það er það sem að skiptir svo miklu máli fyrir okkur Íslendinga, að við erum búin að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda til skemmri og lengri tíma,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað, líkt og samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera, sem segja það sérstök vonbrigði að hlutur Íslendinga sé minni en Færeyinga. „Við erum að sjá að Ísland er að fá minna. Það er ekki lögð áhersla á prinsippin okkar, sem er sjálfbær nýting. Það er ekki lögð áhersla á að allir sitji við borðið og núna setjum við Grænlendinga á kaldan klaka og Evrópusambandið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „Þarna var bara verið að tikka í box“ Þá segir Guðlaugur Þór að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum en nefndin eigi að vera ráðgefandi samkvæmt þingskaparlögum. „Nei, þetta er ekki rétt,“ segir Þorgerður Katrín. „Utanríkismálanefnd var upplýst um það að þessar viðræður, sem væru viðkvæmar, væru í gangi. Og það eru bara fulltrúar landanna sem hafa verið að sitja þá fundi, enda náttúrulega mikill trúnaður á milli.“ Málið var á dagskrá utanríkismálanefndar þann 10. nóvember en umfjöllunin var bundin trúnaði. „Þarna var bara verið að tikka í box. Utanríkismálanefnd á að vera ráðgefandi. Það hefði verið náttúrulega mun eðlilegra þegar menn voru komnir eitthvað áleiðis að setjast niður með utanríkismálanefnd og setja utanríkismálanefnd inn í það hvað var í gangi og hver væru samningsmarkmiðin og hugsanlegar niðurstöður. Það var ekki gert,“ svarar Guðlaugur Þór. „Þá er ekki hægt að miðla trúnaðarupplýsingum til utanríkismálanefndar“ Í umræðum á Alþingi sagði Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt væri um eitthvað í framhjáhlaupi sem bundið hafi verið trúnaði. Hún sagði mikið bera á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort lögbundinni samráðsskyldu við utanríkismálanefnd hafi verið sinnt. „Ég skil alveg þingmennina og sem eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að það er erfitt að fá trúnaðarupplýsingar og síðan að fá ekki að tala um það. Þess vegna gilda aðrar reglur um utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður Katrín sem mun mæta fyrir fund utanríkismálanefndar á morgun. „Það er líka þá alveg hægt að fara þá leið að það verði opnari samskipti og hægt að vísa í meira. En fyrir vikið að þá er ekki hægt að miðla áfram trúnaðarupplýsingum, viðkvæmum, til utanríkismálanefndar ef það er þannig að þau vilja breyta því á þann veg.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Utanríkismál Makrílveiðar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Skrifað var undir samninginn í morgun og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland er aðili að samkomulaginu. Noregur, Bretland og Færeyjar eru það sömuleiðis en ESB og Grænlendingar, sem einnig stunda markílveiðar, standa utan þess. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í morgun er sagt að strandríkjahlutdeild Íslands verði 12,5% af heildaraflamarki sem sé mikilvæg viðurkenning á veiðum Íslands og tryggi langtímahagsmuni. Þá sé aðgangur til veiða í lögsögum annarra landa einnig mikilvægur þáttur. „Erum að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda“ Utanríkisráðherra segir samninginn sögulegan, verið sé að verja hagsmuni Íslendinga og taka þátt í að stöðva ofveiði á makríl. „Það er eins og bæði Norðmenn og Færeyingar séu að skynja og skilja það að við erum eðlilega ríki sem á að hafa hlutdeild í makríl. Og það er það sem að skiptir svo miklu máli fyrir okkur Íslendinga, að við erum búin að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda til skemmri og lengri tíma,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað, líkt og samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera, sem segja það sérstök vonbrigði að hlutur Íslendinga sé minni en Færeyinga. „Við erum að sjá að Ísland er að fá minna. Það er ekki lögð áhersla á prinsippin okkar, sem er sjálfbær nýting. Það er ekki lögð áhersla á að allir sitji við borðið og núna setjum við Grænlendinga á kaldan klaka og Evrópusambandið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „Þarna var bara verið að tikka í box“ Þá segir Guðlaugur Þór að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum en nefndin eigi að vera ráðgefandi samkvæmt þingskaparlögum. „Nei, þetta er ekki rétt,“ segir Þorgerður Katrín. „Utanríkismálanefnd var upplýst um það að þessar viðræður, sem væru viðkvæmar, væru í gangi. Og það eru bara fulltrúar landanna sem hafa verið að sitja þá fundi, enda náttúrulega mikill trúnaður á milli.“ Málið var á dagskrá utanríkismálanefndar þann 10. nóvember en umfjöllunin var bundin trúnaði. „Þarna var bara verið að tikka í box. Utanríkismálanefnd á að vera ráðgefandi. Það hefði verið náttúrulega mun eðlilegra þegar menn voru komnir eitthvað áleiðis að setjast niður með utanríkismálanefnd og setja utanríkismálanefnd inn í það hvað var í gangi og hver væru samningsmarkmiðin og hugsanlegar niðurstöður. Það var ekki gert,“ svarar Guðlaugur Þór. „Þá er ekki hægt að miðla trúnaðarupplýsingum til utanríkismálanefndar“ Í umræðum á Alþingi sagði Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt væri um eitthvað í framhjáhlaupi sem bundið hafi verið trúnaði. Hún sagði mikið bera á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort lögbundinni samráðsskyldu við utanríkismálanefnd hafi verið sinnt. „Ég skil alveg þingmennina og sem eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að það er erfitt að fá trúnaðarupplýsingar og síðan að fá ekki að tala um það. Þess vegna gilda aðrar reglur um utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður Katrín sem mun mæta fyrir fund utanríkismálanefndar á morgun. „Það er líka þá alveg hægt að fara þá leið að það verði opnari samskipti og hægt að vísa í meira. En fyrir vikið að þá er ekki hægt að miðla áfram trúnaðarupplýsingum, viðkvæmum, til utanríkismálanefndar ef það er þannig að þau vilja breyta því á þann veg.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Utanríkismál Makrílveiðar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira