Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Ingvar Haraldsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins. Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins.
Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39