Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Ingvar Haraldsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins. Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins.
Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39