Katrín, leiguþakið lekur Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun