Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Sveinn Arnarsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Fangar á Akureyri vilja frekar vera lokaðir inni á Akureyri en frjálsir syðra. Eina leiðin til að ljúka afplánun utan fangelsis er að vera í Reykjavík. „Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira