Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlaunanna fyrir tónlist sína við mynd Denis Villeneuve, Sicario, en tilnefningarnar voru kynntar í morgun. Jóhann var einnig tilnefndur til Bafta í fyrra fyrir tónlist sína við myndina The Theory of Everything en vann þá ekki. Hann vann hins vegar Golden Globe í fyrra og var einnig tilnefndur til Óskarsverðlaunanna.
Aðrir sem tilnefndir eru til Bafta fyrir bestu tónlistina eru Ennio Morricone fyrir The Hateful Eight, Thomas Newman fyrir Bridge of Spies, Ryuichi Sakamoto og Carsten Nicolai fyrir The Revenant og John Williams fyrir Star Wars: The Force Awakens.
Myndirnar Bridge of Spies og Carol hlutu flestar tilnefningar til Bafta í ár, meðal annars í flokkunum besta myndin og besta leikstjórn en Steven Spielberg leikstýrir Bridge of Spies og Todd Haynes leikstýrir Carol. Auk þessara tveggja mynda hlutu The Big Short, The Revenant og Spotlight tilnefningu sem besta myndin.
Þá hlutu Adam McKay (The Big Short), Ridley Scott (The Martian) og Alejandro G. Iñárritu (The Revenant) tilnefningu fyrir bestu leikstjórn.
Bryan Cranston, Eddie Redmayne, Leonardo DiCaprio, Matt Damon og Michael Fassbender eru tilnefndir sem bestu leikararnir í aðalhlutverki og þær Alicia Vikander, Brie Larson, Cate Blanchett, Maggie Smith og Saoirse Ronan sem bestu leikkonurnar í aðalhlutverki.
Nánar má lesa um tilnefningarnar hér.
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Bafta-verðlaunanna í annað sinn

Tengdar fréttir

Jóhann fékk Golden Globe
Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt.

Jóhann Jóhannsson í viðtali: „Gríðarlegur heiður“
Ég var ekki með tilbúna ræðu á Golden Globe, en ég hugsa nú að ég skrifi einhverja ræðu fyrir Óskarinn.

Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi
Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans.

Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything.

Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna
Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking.